Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 65
65
6. bekkingum C hefir verið send frá kennurum og skólastjórn, frekar
fyrir 6. bekkinga C en skólann í heild. Væntum vér svars upp á þessa
ályktun fundarins á morgun, áður en tímum er slitið. Ath. Ályktun þessi
var samþykkt á almennum skólafundi 28. jan. 1931 með 105 atkv. gegn 4.
Virðingarfylst, fyrir hönd skólafundar. Sölvi Th. Blöndal, Inspector
scholae (sign.)“
Málið hafði nú breiðzt um allan skólann og inspector gerzt
einbeittur forsvarsmaður þess. Kennarafundur hélt aftur á móti
fast við sitt og ákvað að senda skólafundi eftirfarandi bréf:
„Út af samþykt skólafundar, dags. 28. jan. 1931, vill kennarafundur láta
þessa getið: Í samþykt skólafundar segir, að 6. bekkur C hafi komist að
fullu samkomulagi við hr. Pál Sveinsson út af hinu upprunalega deiluat-
riði. Þetta telur kennarafundur ekki rétt, því að bekkurinn hefir ekki enn
fallist á að sleppa því að beita, ef svo beri undir, bekkjarsamtökum gegn
kennslu, reglum skólans eða reglugerð, eins og segir í samþykt kennara-
fundar 27. jan. 1931, en það er aðalatriði, sem kennarafundur getur ekki
horfið frá. Hins vegar er það fullkominn misskilningur, að ástæða sé til
að krefjast samskonar loforðs af skólanum í heild sinni, því að ekki er
kunnugt, að neinir aðrir bekkir hafi gert eða ætlað sér að gera nein slík
samtök, sem að ofan greinir.“[7]
Var bréf þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, en
einn kennari greiddi ekki atkvæði af þeirri ástæðu, að hann taldi
ekki rétt að eiga orðastað við skólafund um slíkt mál.
Þorleifur H. Bjarnason, yfirkennari, var nú hættur að sækja
kennarafundi eða a. m. k. að undirrita þá. Vitað er, að hann taldi
málið komið út í hinn mesta barnaskap, og bað hann bæði nem-
endur og rektor að skoða sinn gang og vægja til. Á kennarafundi,
30. janúar 1931, lagði rektor fram bréf, sem honum hafði borizt
frá nemendum 6. bekkjar C kvöldið áður, og var það á þessa
leið:
„Sem svar við samþykt kennarafundar hins almenna menntaskóla 27. þ.
m., sem oss hefir verið send, leyfum vér oss að taka þetta fram: 6. bekkur
C hefir á bekkjarfundi samþykt að ganga að þeim kröfum, sem um getur
í fyrri málsgrein kennarafundarins 27. þ.m., sem hljóðar þannig: „Þar
sem Kennarafundur er þeirrar skoðunar, að í þessari deilu sje það höfuð-
atriði, hver ráði kennslunni í skólanum, lýsir fundurinn yfir því, að hann
lítur svo á, að kennarar í samráði við stjórn skólans ráði einir allri kennslu-
tilhögun, hver í sinni grein, og komi því ekki til mála, að nemendur