Strandapósturinn - 02.01.2008, Síða 74
74
Í fundargerðarbók kennara-
fundar segir, að 6 hafi sam-
þykkt brottvísunina, en 3 verið
á móti, og vitað er, að Pálmi sat
hjá. Nöfn kennaranna 9 eru
þarna auk nafns Pálma, en
ekki kemur fram, á hvern hátt
hver þeirra greiddi atkvæði.
Líklegt er, að Þorleifur hafi
verið á móti og Einar Magn-
ússon. Einar greiddi með fyr-
irvara í framhaldi þessa máls, á
næsta fundi þann 24. apríl, og
þar kemur fram, að Þorleifur
var þá á móti refsiaðgerðum
gegn nemendum. Tildrög þess
máls voru þau, að þegar 6.
bekkingar kvöddu skólann
stuttu seinna þetta vor og fóru í upplestrarfrí, flutti Hermann Ein-
arsson kveðjuræðuna, en ekki inspector scholae eins og venja er
á dimission (inspector var Oddur Ólafsson). Hermann fór svo
hörðum orðum um skólann og kennarana í brottfararkveðju
sinni, að vítavert þótti, og er sagt, að sumir kennaranna hafi geng-
ið út. Virtust dimittendar almennt styðja Hermann, og var því
samþykkt á kennarafundinum, 24. apríl, að gefa engum nemenda
hærra í hegðun en „dável mínus“ og neita nemendum um með-
mæli, nema þeir gætu sýnt fram á, að þeir hefðu verið mótfallnir
framkomu Hermanns og gæfu um það fullnægjandi yfirlýsingu.
Enginn gerði það, og hlaut allur 6. bekkur einkunnina „dável
mínus“ í hegðun (eða lægra eftir atvikum), og hefur slíkt ekki
skeð fyrr né síðar í sögu skólans (undantekning þarna var Nanna
Ólafsdóttir, hún fékk 10, eða 8 á Ørsted, því hún var fjarverandi).
Og dimittendar hrópuðu ekki húrra fyrir skólanum eins og til
siðs var að gera, þegar þeir yfirgáfu hann. Við útskrift voru engin
verðlaun veitt stúdentum, hvorki úr legati Jóns Þorkelssonar eða
P. O. Christiansen og hans kone eða bókaverðlaun, bókaverðlaun
gengu öll til 3ja bekkjar.[11]
Þorsteinn Briem.