Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 82

Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 82
82 og verið mjög áhugasamur að bæta úr því. Því fór hann yfirreið yfir allt prestakallið, kom á hvern bæ, og prófaði lestrarkunnáttu sóknarbarna sinna. Komst hann að raun um að hún væri vægast sagt bágborin. Fyrirskipaði hann að heimilisfeðrum yrði skylt að læra að lesa og læsum að kenna börnum og ólæsum lestur. Að sögn föður míns gekk hann fram í þessu með atorku og miklum áhuga. Séra Steinn var dáður af sóknarbörnum sínum þrátt fyrir afskipti hans af málefnum almennings. Valgeir faðir minn lauk á hann miklu lofsorði. Hann var fermdur af séra Steini og gat þess hve mikla alúð hann hefði lagt við fermingarundirbúning þeirra. Sagði hann glaðværan og skemmtinn. Taldi faðir minn það mikið menningaráfall þegar hann missti heilsu og dó eftir stutta veru hér. Dætur séra Steins voru ungar þegar hann kom hingað. Þær voru lífsglaðar og komu af stað dansæfingum meðal ungs fólks í nágrenni við sig og einnig söng. Með séra Steini kom ungur og lífsglaður maður, Guðmundur að nafni. Var hann ráðsmaður prests og barst nokkuð á. Síðar fluttist hann til Siglufjarðar og kallaði sig þá Bílddal. Hann var gleðimaður og stóð að dansæfing- um á prestssetrinu. Trúlega hefur honum hlotnast kvenhylli og stúlkur þóttust meiri við að gefa sig að honum og hann að þeim. Það heyrði ég og hygg satt vera, að hann barnaði fjórar stúlkur á þeim stutta tíma sem hann var hér. Ekki veit ég hverjar það voru sem urðu barnsmæður hans eða hvað varð um þau börn sem hon- um voru kennd, utan eitt þeirra. Það barn var hann Bogi auming- inn, sem Níels getur um í dagbók sinni. Ég held að móðir Boga hafi verið Silfá Bóasdóttir á Gjögri. Bogi fæddist holgóma og með stórt skarð í efri vör. Slíkt barn var borið til þess að búa við líkamsgalla sína og lifa í annarra náð. Silfá móðir hans deyr 1884. Boga var komið fyrir hjá Gísla afa mínum og Vilborgu konu hans í Norðurfirði og var á þeirra veg- um. Hann náði fullorðinsaldri, en var sannarlega aumingi og gat lítið eða ekkert unnið til gagns. Hann var í Norðurfirði frá fyrsta barnsminni mínu og lék sér með börnum sem óviti. Hann var ósköp barngóður. Helsta gaman barna var að ríða á prikum sem voru höfð fyrir hesta. Það var lán barnanna ef hrífuskaft brotnaði, þá fengust út úr því tveir hestar. Í þessum leikjum var Bogi mikill þátttakandi. Hann átti besta hestinn sem kallaður var Nös. Þann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.