Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Síða 84

Strandapósturinn - 02.01.2008, Síða 84
84 því sem hann vantaði til útfararinnar. Var það sitt af hverju. Og svona sér til afsökunar fyrir bruðli sínu segir hann við Torfa: „Ég veit það Torfi minn, að þú láir mér það ekki þó ég vilji hafa þetta myndarlegt. Það er ekki svo oft sem ég jarða konuna mína.“ Gísli kvæntist aftur Kristbjörgu Ingimundardóttur og lifði hún mann sinn. Þegar Gísli dó var prestur í Árnesi séra Sveinn. Jarð- söng hann Gísla og flutti líkræðu. Varð presti skrafdrjúgt um að Gísli hefði verið lítið pund og endurtók það oft. Af því tilefni gerði Guðmundur á Finnbogastöðum þessa vísu: Þessa sáru sorgarstund Sveinka nísti kaldinn. Öll var ræðan aðeins „pund“ yfir Gísla haldin. Drengskapur Á uppvaxtarárum mínum var fátækt almenn. Flestir urðu að hafa sig alla við að afla sér og fjölskyldum sínum brýnustu lífs- nauðsynja til matar og fata og hrökk ekki alls staðar til, svo að vel færi. Á flestum heimilum voru börn mörg og því margir munn- arnir sem þurfti að fæða. Þeir sem yngri eru geta ekki gert sér grein fyrir hve hörð sú lífs- barátta gat verið eða hve margs var vant til að uppfylla þær þarfir sem hver maður telur nú sjálfsagðar. Mætti margt um það segja, en ekki verður það gert hér nema að því leyti sem það fellur að því sem hér verður sagt frá. Eins og ávallt var misjafnt hvernig tókst að sjá sér og sínum far- borða. Réði þar margt um, s.s. jarðnæði og dugnaður. Þá hafði það sitt að segja hvernig jarðir lágu við sjó. Matbjörg allra heimila var að miklum hluta fiskur og annað sjófang, auk þess sem þar var um að ræða helstu söluvöru til að mæta úttekt á innfluttum nauð- synjum sem ekki var hægt að framleiða hér á landi. Þeir sem áttu þess kost að sitja á jarðnæði, hvort heldur sem eigandi og ábúandi eða í húsmennsku með einhverjar grasnytjar sem nægðu til að ala
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.