Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 88
88
fyrir þennan ljúffenga og kærkomna mat. Voru þau blessunarorð
af heilum huga mælt og eflaust komið niður eins og hugur stóð
til.
Eitt er mér minnisstætt frá þessari fyrstu komu minni í Árnes til
prestshjónanna, það var hversu fátæktin var áberandi á öllum
sviðum. Við vorum fátæklega til fara, börnin í Norðurfirði. En
ekki komst það í hálfkvist við það sem ég sá þar. Þær systur voru í
pilsum úr strigapokum sem sprett hafði verið sundur og rimpað
saman í pils á heimasæturnar og annað var eftir því. Síðar átti
þetta eftir að færast í mun betra horf því Árnes var og er gjöfult
brauð til lands og sjávar.
14. apríl 1992
Til glöggvunar. Níels Jónsson á Grænhóli fjallar um komu
Ingólfs í dagbókum sínum. Þar segir: „22. maí 1913. Skálholt
kom vestanað á Norðurfjörð eftir áætlun og á Reykjarfjörð með
Ólaf Thorarensen. Hann er nú að flytja þangað frá Ármúla í
Ísafjarðarsýslu. Ólafur Magnússon kom með því og Klara og
telpa, systir hennar, og Hjálmar sem fór með Vestu um daginn
og Guðmundur Pétursson á Norðurfirði. Hann keypti Ingólf
Arnarson fyrir félagið.“ – Síðar, 17. febrúar 1920, segir Níels
frá örlögum Ingólfs Arnarsonar: „Finnbogi kom hér með póst-
blöð og bréf og sagði miklar skaðafréttir. Ingólfur, mótorinn á
Norðurfirði, rekinn upp á land og brotinn. Andey sömuleiðis og
Hekla dottin og þrúgast upp. Búi rekinn á land á Hólmavík og
síminn slitinn vestur og suður. Allt af veðrinu 10. febrúar.“
Pálmi Guðmundsson
Löng ljósmóðurferð
Andvökunótt eina nú nýlega skaut upp í huga mér gamalli
minningu, sem mér þótti vert að festa á blað. Þessi minning er frá
fæðingu Matthíasar Björnssonar frá Felli, sem bar upp á 6. nóv-
ember 1919. Í sambandi við fæðingu Matthíasar átti sér stað sú
lengsta ljósmóðurferð sem ég hef sögur af.
Á Felli bjuggu þá gömlu hjónin Guðmundur Þorkelsson og
Vilborg Ólafsdóttir, hálfsystir móður minnar. Hjá þeim í heimili