Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 89

Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 89
89 voru þá tvö börn þeirra uppkomin, þau Ólafur og Hallfríður. Hallfríður var í vetrarvist á Ísafirði veturinn áður og kom heim um vorið 1919. Voru þau systkini þá orðin fyrirvinna foreldra sinna, sem bæði voru orðin öldruð. Á móti Guðmundi og Vil- borgu áttu þá heima á Felli þau Andrés sonur Guðmundar og Sigurlína systir mín, sem þá voru tekin saman til hjúskapar og sest að á Felli. Þá um haustið eignuðust þau sitt fyrsta barn. Það var Bernharð, sem síðar var bóndi í Norðurfirði, f. 10. október 1919. Ljósmæður voru þá tvær í Árneshreppi og ljósmóðurumdæmin tvö. Skiptust þau við Árnes. Annað þótti ekki fært vegna lengdar hreppsins og fæðandi konur margar. Þær sem gegndu þá ljósmóðurstörfum voru Elísabet Ólafsdótt- ir Thorarensen, sem gekk undir gælunafninu Bettý. Þjónaði hún innri hluta hreppsins og var til heimilis á Kúvíkum hjá foreldrum sínum. Hin var Steinunn Guðmundsdóttir, dóttir Dranga- hjónanna Guðmundar Péturssonar og Jakobínu Eiríksdóttur, ætt- aðrar úr Miðfirði. Þjónaði hún nyrðri hluta hreppsins. Hún átti heimili sitt á Dröngum, en færði sig þá fram í sveitina þegar von var á fæðingu hér framar í sveitinni. Sat hjá frændfólki sínu í Ófeigsfirði, Krossnesi eða í Árnesi eftir atvikum. Þegar Sigurlína systir mín átt von á sér hélt Steinunn til á Kross- nesi. Þaðan var stutt að Felli. Kom það í minn hlut að sækja Stein- unni. Var ég þá að sniglast þar í vinskap við frændfólkið á Felli. Frá Felli fór ég á rauðri hryssu sem Guðmundur átti, blóðlatri. Á henni reið Steinunn norður en ég hljóp á eftir með spýtu í hendi sem ég notaði til að hvetja Rauðku. Lét Rauðka sig það litlu skipta og fór sem henni líkaði. En Steinunn kenndi í brjósti um hryss- una og bað mig að berja hana ekki. Þó hægt gengi komst Steinunn í tæka tíð til sængurkonunnar og tók á móti þessum frænda mínum. Einhvern veginn fannst mér ég eiga nokkurn hlut í stráknum vegna þessarar aðstoðar minnar. Segi ég frá þessu til gamans, en það snertir það sem síðar verður sagt frá. Steinunn var tilsettan tíma hjá sængurkonunni. En að því loknu fór hún heim til sín að Dröngum því ekki var von á annarri fæð- ingu í bráð og engan grunaði að fæðing væri svo nærri sem hún var. Það var ekki á vitorði manna um þungun Hallfríðar og er það nokkurt umhugsunarefni hvernig Hallfríður leyndi þunga sínum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.