Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 102
102
anum. Ég valdi mér sæti á góðum stað og kom pöntun minni á
framfæri. Meðan ég var að drekka kaffið gekk grannur og lágvax-
inn gestur inn í Skálann. Hann litaðist um og settist síðan skammt
frá borði mínu. Mér brá í brún því að þessi maður hafði gert mér
slæman grikk fáum árum áður eins og hér mun brátt verða rakið.
Þetta var enginn annar en Aðalsteinn Kristmundsson, betur
þekktur sem skáldið Steinn Steinarr. Það vakti athygli mína hve
andlit hans var ellilegt miðað við að maðurinn var aðeins fertugur
að aldri og það var rist skörpum rúnum eins og allar þjáningar
heimsins hvíldu á honum. Ég þekkti Stein af myndum en við
höfðum aldrei sést áður. Vafalaust vekur því furðu hvernig það
stóð í hans valdi að gera mér óleik sem ekki er gleymdur eftir
meira en hálfa öld, þegar þessi orð eru færð í letur. Hins vegar
má fullyrða að ekki fjölgaði hrukkunum í andliti hans út af áhyggj-
um yfir að verða á dularfullan hátt meinsmaður minn, því að
hann sjálfur hafði ekki grænan grun um hversu mér var misboðið
sökum gjörða hans. En grikkur sá er hann gerði mér átti langan
aðdraganda: Aldarafmæli Lestrarfélags.
Málið var þannig vaxið að í desember árið 1945 vantaði mig
veglega bók til að gefa Lestrarfélagi Tungusveitar í Strandasýslu í
afmælisgjöf og jafnframt til minningar um þá forystumenn sem
stóðu að stofnun Lestrarfélags Tröllatungu- og Fellssafnaða 100
árum áður eða 13. des. 1845, en það voru einkum þeir bræður á
Kollafjarðarnesi, Ásgeir og Torfi Einarssynir og séra Halldór Jóns-
son í Tröllatungu og til félags þeirra átti arftaki þess, Lestrarfélag
Tungusveitar, rót sína að rekja. Þetta voru hugsjónamenn sem
vildu efla framfarir, menntun og menningu í héraði sínu. Alþýðu-
skólar voru þá ekki almennt komnir til sögunnar, en lestrarfélög-
in voru einskonar forverar þeirra og höfðu þannig ákaflega þýð-
ingarmiklu hlutverki að gegna sem fræðslustofnanir. Þetta var í
árdaga þeirra, því að fyrsta lestrarfélagið var stofnað í Flatey 12
árum áður. Engin tilviljun réði bókavalinu í upphafi. Bækur sem
höfðu upplýsinga- og fræðslugildi sátu í fyrirrúmi en skemmti-
bækur og afþreyingabókmenntir voru eins konar aukabúgrein
sem mætti afgangi. Nokkrar bækur á erlendum málum voru
keyptar til þess að menn fengju æfingu í að lesa Norðurlandamál-
in sér til gagns.