Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 103

Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 103
103 En félagið hefði átt að heita Menningar- og framfarafélag Tröllatungu- og Fellssafnaða því að forystumenn félagsins létu ekki sitja við bækurnar einar. Á félagsfundum ræddu þeir um ýmis framfaramál sem þá voru efst á baugi og kenndi þar margra grasa. Þannig var m.a. mikið rætt um verslunarmál, jarðabætur, garðrækt, fjallskil og ýmis félagsmál eins og samskot og vínbind- indi. En á öllum þessum sviðum var mikið verk að vinna. Og fram- vinda málanna sýndi að í flestum þeirra náðist góður árangur eins og sjá má í gjörðabók félagsins sem séra Halldór Jónsson færði skýrt og skilmerkilega. Hann beitti sér af alefli fyrir bindindismál- inu eins og honum væri ljósara en öðrum mönnum hve drykkju- skapur gat verið mikill hemill á alla menningarstarfsemi og fram- farir. Það er líka auðfundið að hann hrósar sigri í þessari baráttu sem hann þakkar ekki síst konunum í bindindisfélaginu þegar hann lýsir þeim árangri sem náðist i þessu efni. Guðbjörg Jóns- dóttir rithöfundur á Broddanesi trúði mér eitt sinn fyrir því, að sóknarpresturinn, séra Halldór Jónsson í Tröllatungu, hafði verið önnur besta manneskjan sem hún kynntist á lífsleiðinni. Ásgeir Einarsson á Kollafjarðarnesi var formaður og jafnframt burðarás og hugmyndafræðingur félagsins. Hann var í miklu áliti og hafði verið kosinn þingmaður Strandamanna eftir að Alþingi var endurreist árið 1843. Fundir félagsins voru haldnir á heimili hans og notuðu menn jafnan tækifærið til að kryfja þar ýmis vel- ferðarmál til mergjar. M.a. gaf Ásgeir eitt sinn bændum gott ráð til að undirbúa nýbyggingar með því að skaflajárna naut og láta þau draga heim grjót og annað byggingarefni á sleðum að vetr- inum. En þetta var einmitt sú aðferð sem Ásgeir notaði við að- drætti eftir að hann flutti austur í Húnavatnssýslu árið 1861 og byggði Þingeyrakirkju nokkrum árum síðar. En við brottför hans lagðist félagið niður um skeið, því að það skipti miklu máli hvoru megin við Húnaflóa Ásgeir Einarsson bjó. Að öllu athuguðu er augljóst að það voru framsýnir hugsjóna- menn og boðberar nýs tíma sem stóðu að stofnun Lestrarfélags Tröllatungu- og Fellssafnaða árið 1845 og mér, sem einkum hafði notið verka þeirra með lestri margra og ágætra bóka félagsins, fannst ég standa í þakkarskuld við þá. Og ekki minnkaði álit mitt á forgöngumönnunum þegar ég tók að viða að mér efni og setja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.