Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 130
130
vann þar í ein 15 ár. Helstu leikirnir sem krakkar fóru í voru bolta-
leikir og eltingaleikir í götunni, þá hittust krakkarnir úr hverfinu
og fóru saman í leiki. Leikirnir höfðu svo sem ekki mikið breyst,
það var ennþá farið í boltaleiki, en börn höfðu kannski aðeins
meiri tíma til að leika sér á þessu tímabili en fyrr á öldinni. Yfir
sumartímann fóru þær mæðgurnar gangandi til ömmu hennar,
sem þær héldu mikið upp á og fengu pönnukökur og spjölluðu
við hana. Stefanía hafði nokkur áhugamál, hún æfði handbollta
og var í skátunum, sem hún entist í svona 3 ár, frá 12 – 15 ára.
Hún fermdist í Háteigskirkju og var fermingarveislan haldin
heima. Hún fékk margar fallegar gjafir, marga skartgripi, ster-
íógræjur, skatthol og 70.000 kr. í peningum. Aðeins stórtækari
gjafir en Finnbogi og Sigfríð fengu en samt ekkert svo ólíkar.18
15 eða 16 ára fluttist hún úr Mávahlíðinni og við tók mikið
flökkulíf. Þá var hún komin með kærasta, Lárus Daníel Stefáns-
son sem bjó hjá henni. Eftir grunnskólann fór hún í Verslunar-
skóla Íslands og tók verslunarprófið. 17 ára keyptu þau sér bíl og
unnu í Grundarfirði við fiskverkun um sumarið. Eftir sumarið
leigðu þau sér íbúð og fóru þá að búa sjálf. 19 ára keyptu þau sér
íbúð og eignuðust stuttu seinna hesthús.19
18–19 Stefanía Bjarnadóttir.
Stefanía að heimili sínu.