Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 139

Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 139
139 Áður en Íslendingar tóku við þessum störfum voru það Bretar sem sáu um þetta, eins og áður segir, og varð þá oft dráttur á að þeir kæmu þegar tilkynnt var um tundurdufl á fjörum eða á reki og söfnuðu þeir þá oft upp verkefnum eftir því sem hentaði þeirra ferðum um landið. Bretar voru einnig óvanir samgöngum lands- manna og ókunnir hvernig þeim var háttað. Íslendingar þekktu þar betur til og einnig alla staðhætti og voru þeir því fljótari að bregðast við hverju sinni og því betur í stakk búnir til að sinna þessum störfum heldur en Bretar. Það mun hafa verið veturinn 1941, sem þrír breskir hermenn komu til Djúpuvíkur með báti frá Hólmavík til að gera óvirk nokk- ur tundurdufl, sem rekið höfðu á fjörur í Árneshreppi við Gjögur og víðar. Þessir hermenn komu síðla dags og fengu gistingu hjá verksmiðjustjóranum við síldarverksmiðjuna, Guðmundi Guð- jónssyni og konu hans, Ragnheiði Guðjónsson. Þessi hjón voru mikið sómafólk, gestrisin og góðir nágrannar. Oft reyndi á hjálp- semi þeirra þegar slys urðu og ekki náðist í lækni sem oft varð þá að sækja til Hólmavíkur, en Ragnheiður var mjög vel að sér í slysa- hjálp og aðstoðaði þá Guðmundur hana oft þegar svo bar við. Fósturdóttir þeirra er María Guðmundsdóttir, fegurðardrottning og ljósmyndari. Bæði töluðu hjónin ensku en auk þess var Guð- mundur góður málamaður en hann hafði dvalist erlendis við nám og störf. Þegar kom að því að setjast til borðs um kvöldið, komu einhverjar vöflur á fyrirliðann og hann sagði þá, að vegna stöðu sinnar í hernum mætti hann ekki sitja til borðs með undirmönn- um sínum. Frú Ragnheiði varð nokkuð hverft við enda óvön slíkri stéttaskiptingu hér á landi, en áttaði sig þó fljótt og sagði: „Hér sitja allir við sama borð óháðir reglum breska hersins, þær reglur gilda ekki hér á þessu heimili.“ Og þar með settust þessir bresku hermenn að borðum með húsráðendum, og ekki var frekar rætt um þetta mál. Þarna var það íslensk gestrisni og venjur sem réðu en ekki reglur breska hersins. Móðir mín, Jensína Guðmundsdóttir frá Bæ í Trékyllisvík, sagði mér þessa sögu og hafði Ragnheiður sagt henni frá þessu skömmu eftir að þetta gerðist, en foreldrar mínir áttu þá heima í Djúpu- vík.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.