Saga - 2016, Blaðsíða 17
Danski sagnfræðingurinn Sidsel eriksen tekur undir þessar for-
sendur en hún telur hins vegar að breytingar í kjölfar iðnvæðingar
skýri ekki árangurinn eða þær mismunandi viðtökur og þær mis-
djúpu rætur sem boðskapur bindindishreyfinga festi í þjóðlífinu á
Norðurlöndum til lengri tíma. Að hennar mati þarf einnig að leita
skýringanna í trúarlegum og siðferðilegum viðhorfum fólks og
heimssýn sem myndað hafi ákveðna undirstöðu og mótað viðtökur
við nýjum boðskap eins og bindindi.5 Ég hneigist að þessum sjón-
armiðum eriksens og fellst á áherslu hennar á heimssýnina og þær
samfélagslegu aðstæður sem mótuðu viðtökur bindindisboðskapar.
Ég tel að á Íslandi hafi sá frjói jarðvegur einkum falist í sjálfstæðis-
baráttunni og hinni þjóðernislegu orðræðu.
Á árabilinu 1880–1901, á fyrsta uppgangstímabili Góðtemplara -
reglunnar hér á landi, meira en tvöfaldaðist íbúatala Reykjavíkur.6
Sveitamenn og sveitakonur, með hugsunarhátt og vinnulag bænda,
voru komin á „mölina“.7 ekki er ólíklegt að nýir íbúar hafi við þær
aðstæður upplifað rótleysi, þörf fyrir festu og félagsskap sem sveitin
veitti áður. Í ört vaxandi bæjum á Norðurlöndum á síðari hluta nítj-
ándu aldar varð kráin flóttaleið sumra úr framandleika umhverfis -
ins um stund, í það minnsta í Danmörku. Félagsleg þörf, þráin að
tilheyra einhverjum og samsama sig einhverju, dró fólk einnig í
bindindisfélög og stúkur.8 Í þorpum og bæjum á Íslandi flykktist
fólk í stúkurnar er á leið níunda áratuginn.
Góðtemplarastúkurnar á Íslandi —
útbreiðsla og mótun meðlima
Frá 1884 og til ársins 1909, þegar meginbaráttumál templara um lög
um aðflutningsbann áfengis náðist fram, höfðu samtals 179 góð -
góðtemplarareglan á íslandi 15
5 Sidsel eriksen, „Drunken Danes and Sober Swedes?“, bls. 61.
6 Úr rúmlega 2500 manns í tæp 6000. Sjá Árbók Reykjavíkurborgar (Reykjavík:
[Reykja víkurborg] 1975), bls. 3.
7 Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar 1870–1940. Fyrri hluti
(Reykjavík: Iðunn 1991), bls. 64; Þorleifur Friðriksson, Við brún nýs dags. Saga
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1906–1930 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun 2007),
bls. 26–27 og 87–88.
8 Marie B. Bebe, „Afholdssagen — med udgangspunkt i Aarhus Afholdsforening
af 1880“, Folkelige bevægelser i Danmark. Selvmyndiggørelse og samfundsengagement.
Ritstj. Harry Haue og Michael Tolstrup (Odense: Syddansk Universitetsforlag
2011), bls. 255 og 258.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 15