Saga - 2016, Blaðsíða 111
Þjóðernis hans er ekki getið en út
frá nafninu er vel hugsanlegt að
hann hafi verið Íslendingur.15 Hér
er þó rétt að hafa varann á, því þeir
sem bera norræn nöfn gætu auð -
vitað verið frá einhverju hinna nor-
rænu ríkjanna, Orkneyjum eða
Hjaltlandi. Þess ber þó að geta að
enginn innflytjandi frá þessum
lönd um sem skráður er í gagna-
grunninn ber greinilegt norrænt
nafn eins og margir Íslendinganna
gera.
Tvennt vekur einkum athygli
við athugun á skráningu Íslend -
inga í gagnagrunninum. Í fyrsta
lagi voru nær allir þeir Íslendingar sem þar eru nefndir alþýðufólk
og stunduðu ýmis almenn störf, ef þess er á annað borð getið. Á
þessu er þó ein undantekning sem nánar verður vikið að síðar.
Annað var hversu margir Íslendingarnir voru, til dæmis miðað við
Dani og Norðmenn. einungis 11 Dani er að finna í gagna grunn -
inum, fimm Norðmenn og jafnmarga Svía. Fjórir einstaklingar báru
eftirnafnið Norse og er hugsanlegt að þeir séu frá Noregi. Þá eru
tveir Færeyingar skráðir í grunninn, annar þeirra sagður danskur en
þess getið að hann sé frá Færeyjum. Þjóðerni hins var ekki nefnt en
þar sem þeir bera sama eftirnafn og koma fyrir í sömu heimild
verður að teljast afar líklegt að þeir séu skyldir.
Það kemur varla nokkrum á óvart að flesta Íslendingana, sem
getið er í gagnagrunninum, var að finna í nokkrum þeirra borga
sem helst lögðu stund á Íslandssiglingar og -verslun á þessum tíma
eða í námunda við þær. Í Bristol og nágrenni voru flestir, eða 65, og
eru reyndar fjölmennasti hópur skráðra útlendinga þar um slóðir
miðað við þáverandi ríkjaskipan. ef miðað er við núverandi ríkja-
skipan hafa Frakkar hins vegar vinninginn. Í east Riding, en Hull
tilheyrir því svæði, eru að því er best verður séð 53 Íslendingar og
eru þriðji stærsti hópur útlendinga á svæðinu; aðeins Skotar og
Frakkar fleiri ef miðað er við núverandi ríkjaskipan.16 Í London
að hleypa heimdraganum 109
15 The National Archives, e 359/30, rot 93.
16 Hugsanlega eru tveir tvítaldir.
Helstu Íslendingaslóðir í eng landi.
●
●
●
●
● ●
●
●
London
Bristol
Cardiff
Coventry
Nottingham
king’s Lynn
Great
yarmouth
kinston
upon Hull
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 109