Saga - 2016, Blaðsíða 96
eða hjónaband þeirra, hafi komist í brennidepil. Í ítarlegri greinar-
gerð um Ísafjarðardeildina, sem líklega var skrifuð af Jens Figved,
var deildin harðlega gagnrýnd: „Þrátt fyrir það að félagarnir hafa
álitið sig hafa rétta skoðun á sosialdemokratíinu sem þjóðfélagslegri
höfuðstoð auðvaldsins á Íslandi, þá sýnir starfið að svo er ekki.“
Síðar sagði:
Það að Ingólfur Jónsson er ennþá skoðaður af verkafólki almennt sem
kommunisti og af félögunum sem sympatiserandi, hefir orsakað að
deildin og þá sérstaklega leiðandi félagar hafa sýnt vanmat á I.J. sem
vinstri sosialdemokrata og hlutverki hans í því að vera samábyrgur
krötunum og verkfæri í höndum þeirra til þess að framkvæma launa-
kúgun þeirra … og sá skjöldur, er þeir nota í baráttunni gegn komm-
unistum … Þegar I.J. var rekinn úr flokknum tók deildin í fyrstu
fraktion ella afstöðu og á eftir krítiseraði deildin sig afar ófullkomið, tók
ekki upp baráttuna gegn tækifærisstefnunni innan deildarinnar og
afhjúpaði ekki villur I.J. frammi fyrir verkalýðnum. Villur I.J. voru ekki
teknar fyrir á II. flokksþinginu [í nóvember 1932] og það varð til þess
að veikja afstöðu deildarinnar gagnvart honum. Þetta vanmat á I.J.
hefir orsakað, að deildin hefur ekki flutt kröfur sínar gegn krötunum
nógu ákveðið, heldur jafnvel treyst á I.J. að hann gerði sitt besta, enn
ekki eins og bar, afhjúpað hlutverk hans frammi fyrir verkalýðnum.
Sem dæmi þess hve deildin hefir gengið langt í sáttfýsi og vanmati sínu
á I.J. og forystuhlutverki deildarinnar sést best á því að einstaka félagar
hafa talað um möguleika á því að stilla honum upp til bæjarstjórnar-
kosningar, jafnvel sem efsta manni, og því ekki verið mótmælt eða krít-
iserað af neinum og verður sérstaklega að krítisera félaga eyjólf og
Halldór í því sambandi.163
Í sjálfsgagnrýninni skýrslu um Ísafjarðardeildina frá því í desember
1933, sem var ef til vill skrifuð af Halldóri Ólafssyni fyrir miðstjórn-
ina í Reykjavík og þá sem viðbragð við greinargerðinni, segir meðal
annars:
Í deildinni er enn þá ríkjandi skakkar skoðanir á Ingólfi Jónssyni. Þetta
hefir komið í ljós t.d. hjá félaga karítas [Skarphéðinsdóttur], þegar hún
segir að ekki hafi þurft að koma félagi sunnan úr Reykjavík [líklega
Jens Figved] til þess að skýra hver I.J. er, heldur hafi hún altaf skilið
þetta og það hafi einungis verið tækifærissinnaðar baráttuaðferðir en
ekki skoðanir, sem orsakað hafa að deildin hefir ekki afhjúpað I.J. Fél.
k. skilur enn ekki vinstri sosialdemokratahlutverk I.J.
ingibjörg sigurðardóttir og páll …94
163 H.skj.Ísaf. kS 1886/417. Ályktun fyrir Ísafjörð, ódagsett.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 94