Saga - 2016, Blaðsíða 51
mönnum sérstaklega. Þeir voru viðfangið og þurftu að breyta hegð -
un sinni og líferni og verka þannig óbeint sem áhrifaafl inn í félags-
legt umhverfi.123 Sókn stjórnvalda gegn áfenginu skall reglulega á,
með hertum reglugerðum, allt fram á sjötta áratuginn, sömuleiðis
átakahrinur bindindismanna.
Breytt viðhorf
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um afnám bannsins haustið 1933 reynd-
ist fylgi við afnám 57,7% en andstaðan 42,3%. Á Suðvesturhorninu
vildi fólk afnema það, íbúar í dreifbýlinu síður.124 Bannhugsjónin
hafði því víða látið undan í þéttbýlinu, ólíkt því sem áður var.
Andstaða gegn afnámi kom fram á Vesturlandi, Vestfjörðum,
Norðurlandi og Austurlandi.125
Hörðust var andstaðan í Vestur-Ísafjarðarsýslu (72,4%), á Ísafirði
(69%), í Suður-Þingeyjarsýslu (69,1%), Suður-Múlasýslu (58,3%) og
Austur-Skaftafellssýslu (58%). Andstaða sýndi sig einnig á Akureyri
(52,4%).126 Greina má í úrslitunum fylgni á milli andstöðu við afnám
banns og fylgis við tiltekna stjórnmálaflokka í héraði. Á landsbyggð -
inni vildu menn áframhaldandi bann þar sem vinstri flokkar, Al -
þýðu flokkur eða kommúnistaflokkur, nutu einhvers fylgis.127 Sömu -
leiðis má sjá ívið meiri sveiflu gegn afnámi í þeim sýslum þar sem
Framsóknarflokkur naut mikils fylgis á kostnað Sjálfstæðis flokks.128
Frá stofnun Alþýðusambands Íslands 1916 hafði áfengisneysla
verið talin hamla lífskjörum verkafólks og draga úr baráttuafli
hreyfingarinnar.129 Verkalýðsforystan mælti því á grundvelli stétt-
arhagsmuna fyrir bindindi og bannsjónarmiðum og áréttaði svo
seint sem árið 1932 að unnið skyldi „með orði og atkvæði að full-
komnu og afdráttarlausu áfengisbanni“.130 Forkólfarnir stýrðust þar
góðtemplarareglan á íslandi 49
123 Tony Bennett, Acting on the Social, bls.1420.
124 Fylgi við afnám reyndist mest í Rangárvallasýslu (76%), Gullbringu- og
kjósarsýslu (72,3%) og í Reykjavík (71,6%). Kosningaskýrslur. Fyrsta bindi 1874–
1946, bls. 317.
125 Mýrasýsla, Snæfellsnesið og Norður-Þingeyjarsýsla skáru sig þar úr og
höfnuðu bannlögum.
126 Kosningaskýrslur. Fyrsta bindi 1874–1946, bls. 311–318.
127 Á Ísafirði, Akureyri, í Suður-Múlasýslu og Austur-Skaftafellssýslu.
128 Kosningaskýrslur. Fyrsta bindi 1874–1946, bls. 310.
129 Ópr. Sumarliði Ísleifsson, „Saga áfengismála fram um 1940“, bls. 138.
130 „Alþýðuflokkurinn og bannið“, Alþýðublaðið 20. október 1933, bls. 2. Skáletrun
mín.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 49