Saga


Saga - 2016, Side 39

Saga - 2016, Side 39
legu lífi „Sveinka og Siggu“ sem fólk almennt gerði sér ekki grein fyrir. Munur væri á þeim sem drykkju í hófi og hinum sem slepptu því. Þeir síðarnefndu „lifa yfirleitt lengur, fara síður á sveitina og sjaldnar í svartholið“ eins og Guðmundur orðaði það.75 Málflutningur af þessu tagi hlaut að hljóma vel og kannski ekki síst í eyrum yfirvalda. Hann fellur vel að kenningu Michel Foucault um lífvaldið og afl þekkingarorðræðunnar sem leitast við að móta og stýra einstaklingnum í þágu samfélagsins og framtíðarinnar.76 Málflutningur Guðmundar var í anda lífvalds og smættunar þar sem áfengi var orðið höfuð-bölvaldurinn sem bæri að berjast gegn. Fyrirlesturinn, þessa „eldingu“ inn í umræðuna, létu templarar prenta í þúsundum eintaka og lögðu áherslu á að stórstúkan hefði keypt fyrirlesturinn eftir að hann hafði verið fluttur.77 ekki skal það efað, en það munaði um liðsinnið. Í orðræðunni lögðu templarar áherslu á áfengið sem skaðvald og orsök báginda og útrýmingu þess sem forsendu betra lífs einstak- lingsins og þar með heildarinnar. Þótt hvorki sé ætlunin að halda því fram hér að áfengi sé ekki eitur né að það hafi ekki verið tilfinn- anlegur samfélagsvandi, tel ég að templarar hafi á ákveðinn hátt tákngert áfengi eins og blóð var tákngert forðum og kynlíf síðar í kenningunni um lífvaldið. „eitrið“ varð tákngerving fyrir þá sið - ferðis legu hnignun sem þjóðinni var búin með neyslu þess. Mál - flutningurinn var trúverðugur, hann grundvallaðist á vísindalegri þekkingu og var studdur siðferðilegum boðskap kristninnar. kirkju - yfirvöld og prestar viðurkenndu hann og boðuðu frá tíunda áratug góðtemplarareglan á íslandi 37 75 Guðmundur Björnsson, Um áfenga drykki. Alþýðufyrirlestur haldinn í Reykjavík annan dag jóla 1898 (Reykjavík: [s.n.] 1899), bls. 4 og 7. 76 Viðfangsefni Foucault í fræðunum beindust að sögu hugsunar, sögu valds og þróun orðræðunnar. Að mati hans þróaðist saga lífvaldsins frá því að vera óskorað vald einvaldsins yfir lífi og dauða þegnsins yfir í rétt hans til að verja sig og ríki sitt gegn brotum þegnsins á valdboði hans. konungurinn hafði líf hins brotlega í hendi sér; gat deytt hann eða þyrmt lífi hans. Síðar færðist líf- valdið frá áherslu á vald yfir dauðanum til áherslu á valdið yfir lífinu. Sú þróun átti sér stað á sautjándu öld, þegar einstaklingurinn fékk aukið vægi í gangverki framleiðslunnar, varð hlekkur í því að styrkja ríkið á kapítalískum grunni samkeppninnar. Sjá Michel Foucault, „Right of Death and Power over Life“, The History of Sexuality I. An Introduction (London: Penguin 1990), bls. 135–136 og bls. 139. Titill á frummáli: L’Histoire de la sexualité. La Volonté de savoir (Paris: Gallimard 1976). 77 „elding af heiðum himni“, Good-Templar 3:3 (1899), bls. 43. Skáletrun í heimild. Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.