Saga - 2016, Blaðsíða 39
legu lífi „Sveinka og Siggu“ sem fólk almennt gerði sér ekki grein
fyrir. Munur væri á þeim sem drykkju í hófi og hinum sem slepptu
því. Þeir síðarnefndu „lifa yfirleitt lengur, fara síður á sveitina og
sjaldnar í svartholið“ eins og Guðmundur orðaði það.75
Málflutningur af þessu tagi hlaut að hljóma vel og kannski ekki
síst í eyrum yfirvalda. Hann fellur vel að kenningu Michel Foucault
um lífvaldið og afl þekkingarorðræðunnar sem leitast við að móta
og stýra einstaklingnum í þágu samfélagsins og framtíðarinnar.76
Málflutningur Guðmundar var í anda lífvalds og smættunar þar
sem áfengi var orðið höfuð-bölvaldurinn sem bæri að berjast gegn.
Fyrirlesturinn, þessa „eldingu“ inn í umræðuna, létu templarar prenta
í þúsundum eintaka og lögðu áherslu á að stórstúkan hefði keypt
fyrirlesturinn eftir að hann hafði verið fluttur.77 ekki skal það efað,
en það munaði um liðsinnið.
Í orðræðunni lögðu templarar áherslu á áfengið sem skaðvald og
orsök báginda og útrýmingu þess sem forsendu betra lífs einstak-
lingsins og þar með heildarinnar. Þótt hvorki sé ætlunin að halda
því fram hér að áfengi sé ekki eitur né að það hafi ekki verið tilfinn-
anlegur samfélagsvandi, tel ég að templarar hafi á ákveðinn hátt
tákngert áfengi eins og blóð var tákngert forðum og kynlíf síðar í
kenningunni um lífvaldið. „eitrið“ varð tákngerving fyrir þá sið -
ferðis legu hnignun sem þjóðinni var búin með neyslu þess. Mál -
flutningurinn var trúverðugur, hann grundvallaðist á vísindalegri
þekkingu og var studdur siðferðilegum boðskap kristninnar. kirkju -
yfirvöld og prestar viðurkenndu hann og boðuðu frá tíunda áratug
góðtemplarareglan á íslandi 37
75 Guðmundur Björnsson, Um áfenga drykki. Alþýðufyrirlestur haldinn í Reykjavík
annan dag jóla 1898 (Reykjavík: [s.n.] 1899), bls. 4 og 7.
76 Viðfangsefni Foucault í fræðunum beindust að sögu hugsunar, sögu valds og
þróun orðræðunnar. Að mati hans þróaðist saga lífvaldsins frá því að vera
óskorað vald einvaldsins yfir lífi og dauða þegnsins yfir í rétt hans til að verja
sig og ríki sitt gegn brotum þegnsins á valdboði hans. konungurinn hafði líf
hins brotlega í hendi sér; gat deytt hann eða þyrmt lífi hans. Síðar færðist líf-
valdið frá áherslu á vald yfir dauðanum til áherslu á valdið yfir lífinu. Sú
þróun átti sér stað á sautjándu öld, þegar einstaklingurinn fékk aukið vægi í
gangverki framleiðslunnar, varð hlekkur í því að styrkja ríkið á kapítalískum
grunni samkeppninnar. Sjá Michel Foucault, „Right of Death and Power over
Life“, The History of Sexuality I. An Introduction (London: Penguin 1990), bls.
135–136 og bls. 139. Titill á frummáli: L’Histoire de la sexualité. La Volonté de
savoir (Paris: Gallimard 1976).
77 „elding af heiðum himni“, Good-Templar 3:3 (1899), bls. 43. Skáletrun í heimild.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 37