Saga - 2016, Blaðsíða 109
ins, aðli, ríkum kaupmönnum, handiðnaðarmönnum og öðrum af
því tagi. Það sé eðlilegt, því meiri heimildir og aðgengilegri séu til
um þetta fólk en alþýðu manna. Gagnagrunnurinn bætir úr því.
Langflestir þeirra sem grunnurinn geymir upplýsingar um eru dag-
launamenn af einhverju tagi og þjónustufólk, svo fremi sem getið er
um atvinnu þess. Gagnagrunnurinn opnar því alveg nýja möguleika
á rannsóknum sem lúta að fólki af lægri stigum, þökk sé enska
skriffinnskubákninu.
Í gagnagrunninum er greint frá upprunalandi fólksins, dvalar -
stað, og starfi ef einhverjar upplýsingar er um það að finna yfirleitt.
ef fólkið tengist öðrum innflytjendum eða innfæddum er þess
einnig getið. Heimildirnar eru, svo dæmi séu tekin, skjöl sem
tengjast umsóknum útlendinga um enskan ríkisborgararétt sem og
leyfisumsóknir af sérhverju tagi, en drýgstar eru skattskrár þar sem
gerð er grein fyrir skattgreiðslum útlendinga í enska ríkiskassann.
Allt eru þetta upplýsingar frá stjórnvöldum í Lundúnum. engar
upplýsingar frá sveitarfélögum eða aðrar svæðisbundnar upplýs -
ingar er að finna í gagnagrunninum.
Skattskrárnar eru þannig til komnar að árið 1440 lagði enska
þingið nefskatt á alla útlendinga, 12 ára og eldri, sem búsettir voru
í englandi, svokallaðan alien-subsidies, en ástæður þessarar skatt-
lagningar er óþarft að rekja hér. Skatturinn var í tveimur meginþrep-
um: Þeir sem héldu heimili (e. householder) og voru því bjargálna
greiddu 16 pens á ári en þeir sem ekki héldu heimili sex pens.
Seinna var svo sérstakur skattur lagður á kaupmenn og aðstoðar-
menn þeirra en hann kemur þessari rannsókn ekki við því engan
Íslending er að finna í þeim flokki.
Dæmigerður útlendingur úr flokknum householder var hand-
verksmaður, smákaupmaður eða einstaklingur í einhverjum smá-
rekstri. Þeir sem ekki héldu heimili, non-householders, voru dag-
launamenn í borgum og sveitum, þjónar og þjónustustúlkur á heim-
ilum betri borgara og svo iðnnemar eða nemar í öðrum greinum.
Nær engar undantekningar voru leyfðar frá þessum skatti.
Skattur þessi hélst óbreyttur í um 40 ár en heimtur voru mis-
jafnar. Reglur um skráningu voru nokkuð á reiki og líklegt má telja
að þeir sem sáu um hana hafi átt í erfiðleikum með að rita
framandi erlend nöfn. Það er líklega af þeim sökum sem við fáum
upp nöfn eins og Helge Iseland eða William yselond svo dæmi séu
nefnd. Slíkar nafngiftir eiga ekki bara við um Íslendinga heldur
að hleypa heimdraganum 107
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 107