Saga


Saga - 2016, Blaðsíða 48

Saga - 2016, Blaðsíða 48
Bætt siðferði sem afleiðing banns lét hins vegar á sér standa og kvartað var yfir veikluðu siðferðisþreki og samþykki almennings- álitsins á brotum gegn landslögum.111 Úrræði stjórnvalda miðuðu að því að takmarka aðgengi að því áfengi sem þó fékkst flutt inn. Skömmtun og stýring, ásamt skrifræði til eftirlits, urðu þær aðgerðir sem áfengisútlát lutu. einkasölu í Áfengisverslun ríkisins frá 1922 — eins konar varnarráðstöfun með gildandi áfengisbann í lögum — var frá upphafi ætlað fyrst og fremst að koma betri skipan á inn- flutning áfengis og afnema það fyrirkomulag sem reynst hafði götótt.112 Með hertum áfengislögum 1928 var síðan ætlun stjórn- valda að bregðast við ófremdarástandi og ólöglegri umsýslu áfengis sem viðgengist hafði fram að því. Til að herða þar á var liðsinni templara þegið því nefnd á þeirra vegum fékk beina aðkomu að gerð frumvarpsins.113 Þegar aðflutningsbanni á sterku áfengi var aflétt, með nýjum áfengislögum 1934, tók sú nýja skipan áfram mið af því sem á undan var farið — einróma viðleitni til aðhalds í áfengismálum, auk þess sem sjónarmið um aukna fræðslu urðu þá áberandi. Áfengis - varnarnefndir á forræði hins opinbera komu til í hreppum landsins og kaupstöðum. Nefndunum var ætlað að bregðast við þeirri ógn sem af áfenginu stafaði, þær áttu að efla bindindisstarfsemi og koma í veg fyrir misnotkun áfengis, stuðla að fræðslu og reyna að koma í veg fyrir alla ólöglega notkun áfengis. Þær áttu einnig að útvega stjórnvöldum upplýsingar um ástand áfengismála, vinna að því að koma ofdrykkjumönnum til aðstoðar til að þeir gætu „vanizt af áfengisnautn“ og hafa afskipti af heimilum drykkjumanna.114 Nefndarmeðlimir fengu einnig heimildir til eftirgrennslana inni á heimilum fólks, þar sem þeim var ætlað að „rannsaka ástandið hjá viðkomandi manni, eða á viðkomandi heimili, og taka skýrslu um það af fjölskyldunni eða öðrum, sem vel þekkja til og vitnisbærir eru“.115 Athygli vekur einnig að seta kvenna í áfengisvarnar nefnd - um var talin nauðsynleg eins og vikið verður að. nanna þorbjörg lárusdóttir46 111 Tryggvi Þórhallsson, „Aðflutningsbann og löghlýðni“, Lögrétta 14. febrúar 1917, bls. 29. 112 Ópr. Sumarliði Ísleifsson, „Saga áfengismála fram um 1940“, bls. 78–79 og 102. 113 „Áfengislöggjöfin“, Alþýðublaðið 15. október 1927, bls. 5, og 27. október 1927, bls. 3. 114 Tilvitnanir í Reglugerð um áfengisvarnarnefndir 17. október 1935: Ópr. Sumarliði Ísleifsson, „Saga áfengismála fram um 1940“, bls. 140. 115 Sama heimild, bls. 140. Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.