Saga


Saga - 2016, Blaðsíða 25

Saga - 2016, Blaðsíða 25
Fundargerðabók Bárunnar í keflavík og fyrsta fundargerðabók Dagsbrúnar birta báðar kunnuglegt form og skipulag. Það tók mið af innra starfi í stúkunum, með hagnefndum og heimsóknarnefndum, en hagnefndir höfðu jafnan umsjón með fræðslu, svo sem fyrir lestrahaldi, og í stúkunum einnig með allri annarri skemmtidagskrá á fundum. Heimsóknarnefndirnar fylgdust með mætingu félagsmanna. Fyrir kom að meðlimir Bárunnar væru skráðir í fundar bók með ávarps- orðinu „bróðir“ eins og tíðkaðist í stúkunum. Í þessum hagsmunasam- tökum keflvískra sjómanna var tekist á um brýn málefni; samstöðu um verslunarkjör, verð á salti og samtök um félagsverslun. einnig voru almenn framfaramál svo sem götulýsing, vatns ból og vegarlagn- ing um hreppinn reglulega á dagskrá. Að auki má þar lesa eindregna ósk um aukna samstöðu og útbreiðslu samtakanna til nágranna- byggðarlaga. Þegar að slíkum tillögum kom var sýnilega treyst á Sigurð eiríksson. Hann „mundi verða hér bráðum á ferð og gæti skeð að hann kæmi á fót deildum hér í nærliggjandi héruðum“, eins og einn fundarmanna greindi frá.26 Í félaginu voru því stúkumenn og þeir reiddu sig á reglubræður um framgang og eflingu félagsins. Í fundar- bók Dagsbrúnar er áberandi að bæri erfiðleika að hjá félagsmanni var efnt til samskota fyrir hann eins og tíðkaðist í stúkunum. Talsvert bar á beiðnum félagsmanna um styrki úr styrktarsjóði félagsins en í hann rann fjórðungur árgjaldanna. eins og í stúkunum var litið svo á að sjóðurinn efldi styrk félagsins og laðaði menn að, eins og formaðurinn, templarinn Sigurður Sig urðs son, tók fram í árdaga félagsins.27 Athygli vekur þó að í báðum þessum fyrstu verkalýðsfélögum sjómanna og daglaunamanna voru bindindismál ekki rædd. Þau bar að vísu á góma hjá Bárumönnum í árslok 1907 þar sem eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða: „Þar sem bindindismálið er á dag- skrá lýsir Báran því yfir að hún veitir [því] eindregið fylgi sitt“.28 Bindindismál komu aldrei til tals á fundum Dagsbrúnar á tíma - bilinu 1906–1911 þótt fyrirferð þess væri mikil í samfélagsum - ræðunni. Bindindið var að líkindum talið eitt af því sem fremur var fallið til sundrungar félagsmanna og því var sneitt hjá umræðu um góðtemplarareglan á íslandi 23 26 Bs.Sn. (Byggðasafn Suðurnesja keflavík) Báran nr. 6. Fundarbók 14. des. 1904– 11. jan. 1911 (27. febrúar 1906). Beinar tilvitnanir í fundargerðabækur stúkna og annarra félaga eru hér ritaðar orðréttar. 27 Sks.D. (Skjalasafn Dagsbrúnar) Dagsbrún. Fundargerðabók. 1905–22. desember 1917 (16. mars 1906). 28 Bs.Sn. Báran nr. 6. Fundarbók (23. des. 1907). Skáletrun mín. Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.