Saga - 2016, Blaðsíða 77
annars áhugaverð í ljósi þess að vélvæðing íslensks landbúnaðar
hófst ekki fyrir alvöru fyrr en í kjölfar síðari heimsstyrjaldar.
Tímaritið Spegillinn birti stílfærðar fréttir um fyrirlestra Ingi -
bjargar og þátt hennar í söfnuninni í síðara aprílhefti sínu árið 1930.
Raunar var hún eitt aðalefni heftisins. einnig birti tímaritið þrjár
skopmyndir tengdar söfnuninni. Fyrsta myndin sýndi Ingibjörgu í
faðmlögum við Stalín, með traktorinn í eftirdragi, önnur sýndi rúss-
nesku þjóðina hrópa á traktor og sú þriðja Ingibjörgu stíga dans við
rússneskan fanga. eitt af slagorðum Ingibjargar á fyrirlestrunum var
samkvæmt blaðinu: „Rússneska þjóðin hrópar á traktora!“84 Og
Spegillinn lét Ingibjörgu mæla eftirfarandi orð í skálduðu viðtali:
Rússar eru yfirleitt voða sætir. Sjerstaklega er það áberandi hvað fang-
arnir í tukthúsum þeirra eru agalega huggulegir. Fjekk jeg nægilegt
tækifæri til að athuga það, dagana, sem jeg var að bíða eftir að ná tali
af Stahlin. en þegar hann gat loksins komist til að tala við mig, þá getið
þið ekki trúað hvað hann var svona líka bara interessant. Hann var ekki
búinn að tala við mig meira en hálftíma, þegar hann komst að efninu,
nefnilega að segja mjer hvað það væri, sem Rússa vantaði helst og
Íslendingar gætu ef til vill hjálpað þeim um. »Og —«, segir frúin og
bregður fyrir glampa í augum hennar, »— það eru dráttarvjelar«.85
Spegillinn birti fleiri véfréttir af Ingibjörgu og traktorssöfnuninni.
Tónninn var svipaður og í greinum Morgunblaðsins, orðalagið barns-
legt um leið og henni var lýst á einum stað sem „gáfnaljósinu frá
Ísafirði, sem rússnesku Bolsarnir sendu oss nýlega, eftir hæfilega
skoðun …“.86
Boðun kommúnisma og kvenréttinda
Um miðjan júní voru Ingibjörg og Ingólfur komin til Reykjavíkur til
að taka þátt í að stofna Íslandsdeild Alþjóðasamhjálpar verkamanna
(A.S.V.). Þátttakendur voru auk þeirra ýmsir andans menn, til
dæmis Halldór kiljan Laxness. Þau tóku bæði sæti í bráðabirgða -
stjórn deildarinnar, Ingólfur sem formaður og Ingibjörg sem ritari.
Hinn 8. júlí var síðan deild í félaginu stofnuð á Ísafirði og var
hjónaband í flokksböndum 75
84 Spegillinn 30. apríl 1930, bls. 59–60.
85 [Bolsi Spegilsins], „Rússlandsför“, Spegillinn 30. apríl 1930, bls. 59.
86 „Lesbók Spegilsins“, Spegillinn 30. apríl 1930, bls. 63; „Voðalegar uppgötvanir“,
Spegillinn 30. apríl 1930, bls. 54.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 75