Saga - 2016, Blaðsíða 174
semi. Saga hverrar fyrir sig er síðan rakin eftir því sem heimildir leyfa en
eins og gefur að skilja eru heimildir um stöðvarnar harla misjafnar að magni
og gæðum.
einn skemmtilegasti kafli bókarinnar fjallar um líf fólksins í hval -
stöðvun um, dagleg störf, skemmtanir og svo ýmislegt sem betur hefði mátt
fara, svo sem sóðaskapinn kringum vinnsluna og rottupláguna sem fylgdi
starfseminni. Sá kafli byggist ekki síst á persónulegum heimildum sem hval-
veiðimenn og skyldulið þeirra hafa látið eftir sig og þá fyrst og fremst yfir-
menn stöðvanna, eiginkonur þeirra og dætur, en einnig hefur Smári komist
í bréfaskipti nokkurra hvalveiðimanna við fjölskyldur sínar í Noregi. Í þessu
sambandi er einnig rétt að geta minningarskrifa Magnúsar Gíslasonar en
hann var einn þeirra Íslendinga sem hvað lengst unnu í hvalstöðvunum.
Langflestir starfsmenn stöðvanna voru að sjálfsögðu Norðmenn. Þó
voru einnig ráðnir þangað Svíar en þeir reyndust misjafnlega, þóttu drykk-
felldir og var stundum róstusamt í kringum þá. Nokkuð var mismunandi
hversu margir Íslendingar fengu vinnu í hvalnum. Oftast unnu þó Íslend -
ingar við uppsetningu stöðvanna en síðan ekki söguna meir því flestir
þeirra héldu áfram að vinna við hefðbundin störf til sjávar og sveita og sótt-
ust yfirleitt ekki eftir verksmiðjuvinnu, enda stóð hvalveiðivertíðin yfir
hábjargræðistímann. Í nokkrum stöðvum unnu þó hópar Íslendinga og
komu flestir frá Reykjavík. eitthvað var þó um að íslenskar konur væru
ráðnar til að hreinsa hvalskíðin og voru þær flestar úr nágrenninu.
yfirleitt var samkomulagið milli Norðmanna og Íslendinga gott þótt
stundum slettist upp á vinskapinn. Fyrst eftir að hvalstöðvarnar voru settar
upp var talsvert um að Íslendingar kæmu og föluðust eftir hvalkjöti og
rengi. Var það yfirleitt auðsótt mál og seldu hvalfangarar það oftast fyrir
lítið eða jafnvel gáfu það. Menn komu jafnvel langar leiðir í slíkum erinda-
gjörðum og rekur Smári eina slíka frásögn í rastagrein. Þetta minnkaði þó
þegar farið var að fullvinna hvalina og bræða í gúanó. Hvalveiðimennirnir
voru misáberandi í íslensku samfélagi; sumir þeirra, eins og ellefsen, gerðu
sig mjög gildandi en aðrir héldu sig til hlés. Sumar hvalstöðvarnar voru líka
nokkuð afskekktar, svo sem stöðin í Hellisfirði.
Hvalveiðar voru stórgróðafyrirtæki ef vel veiddist og afurðaverð var
gott. ef hins vegar hvalurinn gaf sig ekki eða bræla og hafís hindruðu veiðar
kom annað hljóð í strokkinn. ekki er hlaupið að því að meta ávinning
Íslendinga af hvalveiðunum; illmögulegt virðist að átta sig á tekjum ríkis -
sjóðs af starfseminni en það er aðeins auðveldara hvað sveitarfélögin
áhrærir. Sem dæmi má nefna að Bull, veiðistjóri í Hellisfirði, greiddi um 30
til 60% af útsvari hreppsins 1901–1912 og í Mjóafirði greiddi ellefsen 1300
krónur í aukaútsvar árið 1902 en konráð Hjálmarsson, sem var umsvifa -
mikill kaupmaður og útgerðarmaður í plássinu, greiddi 175 kr. Það sem
einna helst vantar í bókina er rækileg umfjöllun um tekjur Íslendinga af
hvalveiðunum. Trausti einarsson reyndi að áætla þessar tekjur á árunum
ritdómar172
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 172