Saga - 2016, Blaðsíða 140
hefur enga merkingu. Þetta er þögult verk.“21 Mynd Maillols, sem
einnig gengur undir nafninu, La Pensée (Hugsunin), virðist hafa haft
mikil áhrif á Nínu og mætti benda á að verk hennar Rökkur (1922) er
nánast spegilmynd af mynd Maillols. Nína átti eftir að vinna fleiri
svipaðar myndir af krjúpandi konum, kyrrum og þöglum.
Hrafnhildur lýsir (bls. 56) á næman hátt hvernig Nína sam -
samaði sig skáldsagnarhetjunni Jenny í samnefndri skáldsögu Sigrid
Undset (1882–1949). Jenny Winge er sjálfstæð listakona í Róm sem
fremur sjálfsmorð í kjölfar flókinna ástarmála og barnsmissis. Verk
Nínu hét upphaflega Maternité á frönsku, sem þýðir meðganga en
einnig samband móður við ófætt og nýfætt barn. Með því að draga
fram samsömun Nínu við skáldsagnarpersónuna Jenny opnar
Hrafn hildur fyrir nýja túlkun á verkinu og ljær því femíníska merk-
ingu, sem hugsanlega mætti einnig tengja við verkið Kentár rænir
konu.
kyrrlátt yfirbragð verksins Maternité höfðaði til listsérfræðinga í
París sem veittu Nínu viðurkenningu á Hautsýningunni í Grand
Palais árið 1924. Myndin sækir í klassíska formgerð, gullinsnið, og
minnir á fágun danska myndhöggvarans kai Nielsen (1882–1924)
og áþekkt verk hans, Venus med æblet (1918–1919), sem sýnir nakta
konu reisa ungbarn til himins, en auk þess greinir Hrafnhildur teng-
ingu verksins við mynd Utzon-Franks, Afrodite (1914).22
Listamaður í Hollywood
Haustið 1925 sigldi Nína til New york. ein ástæðan fyrir brottförinni
frá evrópu gæti hafa verið sú að Bandaríkjamenn voru þá enn stór-
tækustu listkaupendurnir í París en danski listmarkaðurinn meira
og minna fallinn. Verðlaunin í París opnuðu Nínu ýmsar dyr.23
Hrafnhildur lýsir vel þessum spennandi árum hennar í New york,
dugnaði hennar og áræði, en þar verður hún ein í stórum hópi
æsa sigurjónsdóttir138
21 „elle est belle, elle ne signifie rien; c’est une œuvre silencieuse.“ André Gide,
„Promenade au Salon d’Automne“, Gazette des Beaux-Arts. Courrier Européen de
l’Art et de la Curiosité, 1. desember, 1905, bls. 476. Sótt á http://gallica.bnf.fr
22 Bronsafsteypa Venus med æblet var reist í engehaveparken árið 1929.
23 Iain Robertson, Understanding Art Markets: Inside the World of Art and Business
(London: Routledge 2016). Björn Th. Björnsson segir að ástæðan fyrir förinni
hafi verið sýningarboð í Art Center í New york en þar sýndi Nína vorið 1926.
Björn Th. Björnsson, Íslensk myndlist á 19. og 20. öld. I. bindi, bls. 205.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 138