Saga - 2016, Blaðsíða 160
andæfir, hvort sem þeir eru göfugir eða lítilmótlegir, í versta falli glæpsam-
legir og siðlausir. Hversdagsandóf „er því ekki eingöngu andstaða gegn lög-
um eða normum heldur meðvituð og ómeðvituð sköpun annars konar val-
kosta …“ (bls. 27).
Undirsátar (e. the subaltern)
Val eða notkun á hugtakinu undirsátar sem aðila valdaafstæðna er að mínu
mati bæði vel til fundin og vel rökstudd. Það kemur að einhverju leyti í stað
óljósari hugtaka eins og alþýða, almúgi o.s.frv. Orðið er liðugt í munni en
mátulega fátítt í daglegu máli til að gera gagn. Það er samtímahugtak eins
og doktorsefni bendir á (bls. 5–6), sprottið úr stigveldi þar sem afstæði ræðst
af því hvar gripið er niður; bóndi er t.d. undir sýslumann settur en yfir
vinnu hjúum.
eins og doktorsefnið ræðir, með vísun í sagnfræðinginn Rosalind
O‘Halon, hefur hugtakið undirsátar verið gagnrýnt fyrir að ýta undir tví-
hyggjulega skiptingu í hópa: undirsáta og yfirboðara. Í þessu verki er hins
vegar tekið mið af endurskoðaðri útgáfu undirsátafræða (e. subaltern studies)
og hugtakinu undirsáti lýst sem „rýmishugtaki sem lýsi einstaklings- og
tímabundnu ástandi innan marglaga og fljótandi valdakerfis“ (bls. 9).
Meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að undirsátar samfélagsins hafi
ekki einungis verið viðtakendur þess taumhalds yfirboðara sem fólst í fram-
kvæmd laga, reglna og venja heldur hafi einnig nýtt sér það í eigin þágu.
Andóf þeirra, viðbrögð og atbeini hafi þar með verið einn af áhrifaþáttunum
í mótun félagsgerðar samfélagsins á 19. öld sem ekki sé hægt að líta framhjá.
yfirboðarar landsins hafi þó gert mikið til þess að hafa taumhald á
vinnuhjúum og ekki síður lausamönnum, en ekki haft árangur sem erfiði,
allra síst þegar tók að líða á 19. öldina.
Atbeini
Óhætt er að segja að hugtakið atbeini (e. agency) sé, kannski ásamt iðkun (e.
practice) áhrifamesta hugtak síðustu áratuga í mannvísindum. Í þeirri ritgerð
sem hér er til umræðu má segja að atbeini sé inngreyptur í kenningar um
valdaafstæður. Samspil þessara tveggja hugmynda virðist hringlaga og
gagnkvæmt, ekki ólíkt hænunni og egginu. Hugmyndin um valdaafstæður
dregur fram atbeina þess fólks sem gjarnan var litið á sem viðfang valds á
sama tíma og rannsóknir á atbeina fólks byggja undir hugmyndina um að
vald sé tvíhliða. Spurningar til doktorsefnis um undirsáta og atbeina hljóða
svo: Þrátt fyrir það sem að framan er sagt vekur hugtak eins og undirsátar
alltaf hugmyndir um andstæðupar tveggja hópa þar sem annar spilar sókn
allan tímann en hinn vörn. er einhver leið að losna úr þeim ramma að annar
hópurinn sé gerandi og hinn bregðist við? Og um leið að atbeini undirsáta
sé alltaf einhvers konar viðbragð?
andmæli158
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 158