Saga


Saga - 2016, Síða 154

Saga - 2016, Síða 154
Húsmenn og letimagar á lausu gólfi Þá langar mig að beina umræðunni að húsmönnum og samhengi þeirri við lausamennina, eða við „letimaga“ á „lausu gólfi“, eins og þeir eru stundum nefndir í ritinu (bls. 184, 192). Vinnuhjú og lausafólk eru þeir tveir megin- hópar sem sjónum er beint að í rannsókninni, hópar sem ekki hafi fengið athygli sem skyldi í sagnfræðirannsóknum. Húsmenn eru hér ekki teknir fyrir sem hópur, þótt vikið sé að þeim við og við. Þeir eru þó nátengdir þeim fyrrnefndu en samt að mörgu leyti erfiðari hópur til að festa hönd á. Aginn var ekki eins mikill, þó svo að lög giltu um húsmenn líka. Þá virðist einnig lítið bera á góma í dómabókum og því ef til vill erfiðara að festa hendur á mögulegu andófi þeirra. en ein leiðin til að forðast vinnumennskuna var samt sem áður að fara í húsmennsku, ekki bara að fara í lausamennsku. Og menn gátu búið einir sem húsmenn eða húskonur. Heildarsýn yfir sviðið hefði aukist ef tekið hefði verið á húsmennsku samhliða lausamennsku. Húsfólk kemur við sögu hér og þar í ritgerðinni, þótt sá hópur sé ekki tekinn fyrir skipulega á sama hátt og hinir hóparnir. Hér verða því tekin upp nokkur atriði sem þeim tengjast. Löggjöfin, allt frá 15. öld fram til 19. aldar, fjallar að öllu jöfnu um þessa þrjá hópa samhliða: vinnuhjú, húsfólk og lausafólk. Þetta voru þeir mögu- leikar sem fólk hafði almennt til að starfa og sjá fyrir sér án þess að vera sjálft búandi. Húsmenn bjuggu við meira sjálfræði en vinnufólk, en lítt er tekið á því í rannsókninni hver staða þeirra var á 19. öldinni og hvernig þeir tengjast lausafólki og vinnuhjúum. Löggjöfin á sjöunda áratug 19. aldar setur þó lög annars vegar um vinnuhjú og hins vegar um lausafólk og hús- fólk saman. Í þeirri síðarnefndu er sérstaklega tekið fram að nauðsynlegt sé að hafa þá hópa undir sömu lögum. Með hliðsjón af því sem að framan var rætt um fyrirhugaðar undanþág- ur frá vistarbandinu árið 1833,7 þar sem húsmenn voru undanþegnir, er vert að velta nánar fyrir sér vistarskyldunni. Var það leið út úr vinnu mennsk - unni að fara í húsmennsku frekar en í lausamennsku? Voru lausamennirnir ekki lengur lausamenn á 19. öld, eins og vikið var að hér að framan, heldur raunverulega lausgangarar sem ekki gátu bjargað sér með öðrum hætti en að hluta til „utan samfélagsins“ og féllu e.t.v. milli laga í félagskerfi 19. aldar? Húsmenn eða búðarmenn — eða hvaða nöfn sem á þann hóp voru sett — hafi aftur á móti verið hluti samfélagsins á Íslandi allt frá miðöldum enda verið í löggjöfinni ásamt hinum hópunum allt frá Píningsdómi á 15. öld. Í þessu samhengi má spyrja hvernig sjá megi fyrir sér húsfólkið í tengslum við vinnuhjú og lausafólk á 19. öldinni eins og því er lýst í þessari rannsókn. Varð breyting á þeirra stöðu á 19. öld miðað við fyrri aldir? andmæli152 7 Lbs. Lbs. 200. fol. Udkast til en Anordning om Huusmænd, Løsemænd og Tieneste tyende i Island. Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 152
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.