Saga - 2016, Blaðsíða 112
voru 14, í Warwickshire sjö en þar er Coventry og í Nottinghamshire
líklega átta eða níu.17 Annars staðar voru þeir færri, einn í york,
Herfordshire, essex, Norfolk Mitford hundred,18 North Riding og
Lincolnshire en tveir í Suffolk. Alls eru þetta um það bil 155 einstak-
lingar sem með vissu eru af íslenskum uppruna en eins og áður
sagði finnast í heimildunum nöfn sem benda til norræns uppruna
þótt ekki sé getið um hvaðan hver einstaklingur kemur.
Það kemur hins vegar verulega á óvart að ekki séu skráðir í
gagnagrunninn neinir Íslendingar búsettir í king’s Lynn eða Great
yarmouth því þaðan var gerður út fjöldi skipa til Íslandssiglinga.
Rétt er þó að geta þess að Norfolk Mitford hundred er skammt frá
king’s Lynn. Annars staðar fundust þó heimildir um einn 11 ára
gamlan íslenskan pilt sem Thomas nokkur Donkyn eða Stywynson
í yarmouth vildi, árið 1536, fá forsjá yfir og vera meistari hans í sjó-
mennsku.19 ekki vantar þó útlendingafjöldann á þessum slóðum og
eru Hollendingar mjög áberandi en einnig talsvert af Frökkum.
Hversu fáa Íslendinga er að finna á þessum slóðum skýrist því varla
af því að heimildir hafi glatast. Úr öðrum heimildum er vitað um
Íslendinga í Dunwich, Colchester, Cromer, exeter, Hadleigh, Ipswich,
Lowestoft, Newcastle og Sheringham.20
Líf og störf í nýju landi
Litlar sem engar heimildir eru til um flesta Íslendingana sem skráðir
eru í gagnagrunninn, nema ein færsla í skattskrá, en ýmislegt má þó
ráða um líf og störf þeirra sem eru margtaldir. Langflestir þeirra sem
við vitum við hvað störfuðu, eða alls 61 einstaklingur, eru skráðir
þjónar eða þjónustustúlkur, vinnumenn eða vinnukonar hjá betri
borgurum eða voru það einhvern tíma á starfsævinni. Telja má víst
að ýmsir þeirra sem ekki hafa starfsheiti hafi einnig verið í sambæri-
legum störfum.
guðmundur j . guðmundsson110
17 Í þessum tölum eru einungis þeir sem eru beinlínis kallaðir Íslendingar og
reynt, eftir því sem kostur er, að koma í veg fyrir tvítalningu.
18 Hundred og wapentake voru sveitarstjórnareiningar. Wapentake var yfirleitt notað
þar sem hin fornu Danalög höfðu verið en hundred var notað á yfir -
ráðasvæðum engilsaxa. Þetta virðast þó hafa verið nokkuð sambærilegar ein-
ingar.
19 Björn Þorsteinsson, Enskar heimildir um sögu Íslands á 15. og 16. öld, bls. 67.
20 Sama heimild, bls. 93.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 110