Saga - 2016, Blaðsíða 159
doktorsefnið þeirri sýn félagssögunnar að valdi sé beitt einhliða af þeim sem
„hafa valdið“ gegn þeim sem séu „valdalausir“. Hann sækir áhrif til Michel
Foucault, sem hélt því fram að vald væri ekki til einangrað og án samhengis
heldur raungerðist það þegar því væri beitt („when put into action“). en sú
beiting er ekki séð sem einhliða ferli heldur litið svo á að um sé að ræða
afstæður (e. relations) eða tvíhliða (eða jafnvel marghliða) samband. ein leið
til að myndgera þessa hugmynd er að líkja henni við efnahvörf sem verða
við samslátt tveggja eða fleiri efnisþátta sem hver um sig haldast óbreyttir í
stöðugu ástandi án snertingar við hina. Grundvallareinkenni valdaafstæðna
Foucault eru, í endursögn doktorsefnis: „Að valdbeiting er alltaf háð við -
brögð um við henni, sem geta verið af margvíslegum toga, og að andóf gegn
valdbeitingu eða afneitun á henni er hluti af valdaafstæðunum sjálfum, ekki
óháð þeim“ (bls. 13).
Auk Foucault sækir doktorsefnið eitt af meginstefjum ritgerðarinnar,
gagnkvæm mótunaráhrif milli valdaafstæðna og samfélags, til breska félags -
fræðingsins Anthony Giddens sem hefur sömuleiðis fjallað um að vald eigi
sér stað í flóknu og síbreytilegu neti gagnkvæmra áhrifa. „Sam félög eru í
sífelldri mótun af valdaafstæðum sem eru samfélagslega mótaðar“ (bls. 63).
Í kjölfar þessa er þeirri spurningu beint til doktorsefnis hversu mikilvæg
hugmyndin um valdaafstæður og afstæði valds sé fyrir fræðilega sýn á
mannleg samfélög. er hætta á því að of langt sé gengið í því að þurrka út
„valdaójafnvægi“ með þessari sýn?
(Hversdags)andóf
Annar lykilfræðimaður, sem doktorsefnið sækir sjónarmið til, er bandaríski
stjórnmála- og mannfræðingurinn James C. Scott. Scott er kynntur til sögu
sem einn áhrifaríkasti frumkvöðull í þeim skóla rannsókna á andófi (resist-
ance) sem fjallar um andóf einstaklinga eða minni hópa í sínu daglega lífi
frekar en sameiginlegt og skipulegt andóf „þar sem lögð er áhersla á stjórn-
málaþróun eða samband yfirvalda við stóra þjóðfélagshópa“ (bls. 25). Allt
frá miðjum 9. áratugnum hefur Scott haldið því fram að „átök um valda-
afstæður og andóf gegn hvers kyns valdboði og arðráni væru að stórum
hluta hulin sjónum og ættu sér stað undir sléttu yfirborði hversdagslífsins í
samfélaginu“. Í stað misvel skipulagðra uppreisna séu „vopn hinna valda-
litlu fremur undanbrögð af ýmsu tagi“ (bls. 25–26). Sem dæmi um slík
undan brögð nefnir doktorsefnið róg og níð, slór, óhlýðni, flótta, skemmdar-
verk og þjófnað.
eitt af mikilvægustu framlögum ritgerðarinnar er að mínu mati hvernig
hugtakið andóf er afhelgað. Það gerir doktorsefnið annars vegar með því að
aftengja það skipulögðum mótmælahreyfingum sem beinast gegn skil-
greindum andstæðingi með skýr markmið og kröfur um úrbætur. Auk þess
er andófið svipt helgi hinnar réttlátu baráttu fyrir hagsmunum þess sem
andmæli 157
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 157