Saga


Saga - 2016, Blaðsíða 173

Saga - 2016, Blaðsíða 173
Smári Geirsson, STÓRHVALAVeIÐAR VIÐ ÍSLAND TIL 1915. Sögu - félag. Reykjavík 2015. 586 bls. Myndir og teikningar. Heimilda-, mynda- og nafnaskrá. „Det lukter penger,“ sagði ellefsen hvalveiðimaður þegar gestir, sem komu í heimsókn til hans í hvalveiðistöðina á Asknesi við Mjóafjörð, kvörtuðu undan ólyktinni sem starfseminni fylgdi. Sú var og tíðin að peningalyktin lá yfir miðbænum í Reykjavík þegar „’ann var á norðan“ og verið var að bræða síld, loðnu eða gúanó í verksmiðjunum á Grandanum. Íslendingar kynntust peningalyktinni fyrst í hvalstöðvunum sem risu hér á landi á síðari hluta 19. aldar og ekki bara það. Þetta voru líka að heita má fyrstu kynni Íslendinga af vélvæðingu og verksmiðjurekstri ef Inn rétt - ingarnar eru undanskildar. Smári Geirsson hefur nú ráðist í það stórvirki að skrifa sögu stórhvala- veiða við Ísland til ársins 1915 þegar bann var lagt við veiðunum, ekki vegna ofveiði eins og stundum er haldið fram heldur vegna þess að menn töldu að veiði á hval hefði slæm áhrif á síld- og þorskveiðar því hvalurinn ræki fiskinn inn í firðina. Niðurstöður þessara rannsókna eru nú komnar út í tæplega 600 blaðsíðna bók í stóru broti og veitir ekki af, því af nógu er að taka. Stórhvalaveiðum við Ísland er skipt upp í nokkra þætti. Fyrst eru hval- veiðum Íslendinga á fyrri öldum og allt fram á 19. öld gerð skil, aðferðum lýst sem og veiðisvæðum. Heldur er sú lýsing ókræsileg en þá verður les- andinn að hafa í huga að í bændasamfélagi fyrri alda, sem iðulega var á hungurmörkum, urðu menn að hafa allar klær úti til að hafa ofan í sig og á. Þar á eftir fylgir rækilegt yfirlit yfir alþjóðlega hvalveiðisögu fyrri alda og veiðiaðferðir en einnig er fjallað um þær hvalategundir sem veiddar voru í norðurhöfum. Þar hefði verið upplýsandi að hafa töflu yfir nöfnin á hvöl- unum en sum þeirra breyttust í aldanna rás. kaflinn um mishug vits sam - legar tilraunir frumherjanna til að þróa fullkomnari veiðitækni er ekki bara stórfróðlegur heldur einnig á köflum bráðskemmtilegur aflestrar enda per- sónurnar sem þar koma við sögu sumar hverjar býsna stórar í sniðum. Því næst snýr höfundur sér að vélvæddum hvalveiðum við Ísland, fyrst tilraunaveiðum og -vinnslu Bandaríkjamanna, Hollendinga og Dana en síðan veiðum Norðmanna. Þar er að sjálfsögðu kafli um Svend Foyn enda varla hægt að skrifa hvalveiðisögu án þess að gera honum rækileg skil. Smári lætur sér ekki nægja að fjalla um afskipti hans af hvalveiðum heldur gerir einnig grein fyrir annarri starfsemi hans í Túnsbergi og víðar, því maðurinn kom víða við. Viðamesti hluti ritsins fjallar síðan um hvalstöðvarnar, fyrst Vestfjarða - stöðvarnar og síðan þær sem risu á Austfjörðum. eigendur þeirra eru kynntir til sögunnar, gerð grein fyrir fjármögnun stöðvanna, uppbyggingu og starf- ritdómar 171 Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.