Saga - 2016, Blaðsíða 175
1883–1915, í brautryðjendaverki sínu Hvalveiðar við Ísland 1600–1939, og
telur að þær hafi verið rúmlega ein og hálf milljón króna. Hann telur hins
vegar að verðgildi hvalaafurðanna hafi verið um 40 milljónir króna. Það
hefði verið fróðlegt ef Smári hefði farið betur ofan í þennan þátt eða að
minnast kosti gert grein fyrir hugmyndum og mati Trausta. einnig hefði
verið æskilegt ef ýmsir kostnaðarliðir, sem nefndir eru í bókinni, hefðu verið
framreiknaðir til núvirðis lesendum til glöggvunar.
Íslendingar höfðu þó ekki bara tekjur af hvalveiðunum heldur kynntust
þeir sem þar unnu meðferð véla og verksmiðjuvinnu. Svo dæmi sé tekið
lærðu vélstjórarnir á fyrstu íslensku togurunum, svo sem Coot, fræði sín í
vélsmiðjum hvalstöðvanna.
Myndefni bókarinnar er kapítuli út af fyrir sig. Án þess væri bókin ekki
svipur hjá sjón því þær bæta ótrúlega miklu við frásögnina og eru ómetan-
legar til að átta sig á starfsemi stöðvanna, einkum fyrir þá sem ekki eru inn-
vígðir. Síðast enn ekki síst draga þær upp skemmtilega mynd af daglegu lífi
fólksins í hvalstöðvunum við leik og störf.
Það er fátt sem hægt er að finna að þessu riti. einna helst má nefna að
nokkuð er um endurtekningar en í mörgum tilfellum verður ekki hjá þeim
komist. Ég er þó ekki frá því að rækilegri ritstjórn hefði verið til bóta.
Margt hefur vissulega verið skrifað um hvalstöðvarnar og starfsemi
þeirra í tímans rás en það hefur allt verið meira og minna á víð og dreif, lítt
aðgengilegt í bókarköflum, blöðum og tímaritum ef frá er talið áðurnefnt rit
Trausta einarssonar. Afrek Smára er ekki síst í því fólgið að hafa uppi á öllu
þessu efni, draga það saman á einn stað og gera það aðgengilegt, að ekki sé
nú minnst á allar þær heimildir sem hann hefur haft uppi á í Noregi.
Meðan verið var að vinna þennan ritdóm bárust höfundi þær fréttir að
kristján Loftsson væri hættur stórhvalaveiðum hér við land, ekki vegna bar-
áttu Grænfriðunga eða annarra náttúruverndarsinna heldur vegna við -
skipta hindrana Japana. Það má því segja að haldist hafi í hendur endalok
hvalveiða á Íslandsmiðum og útkoma þessarar bókar. Sjaldan hefur ein
atvinnugrein verið kvödd með glæsilegri hætti.
Smári Geirsson hefur unnið þarft verk með þessari bók, sem verður að
teljast grundvallarrit um þennan næsta vanmetna þátt í íslensku atvinnulífi
lengst af. Verkið er bæði honum og Sögufélagi til sóma.
Guðmundur J. Guðmundsson
ritdómar 173
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 173