Saga - 2016, Blaðsíða 87
Ætla má að þátttaka Ingólfs hafi haft fjárhagslega þýðingu fyrir
deildina enda var hann sem bæjarstjóri talsvert tekjuhærri en hinn
almenni félagi. Þannig stakk hann upp á því, á fundi í byrjun árs
1931, að hann sæi einn um að greiða húsaleiguna svo að ekki þyrfti
að hækka félagsgjöldin.124 Og í lok ársins lofaði hann að greiða
fimm krónur á mánuði upp í húsaleiguna.125 Skömmu síðar var
hann kjörinn gjaldkeri deildarinnar, bókavörður og formaður fræðslu-
og útbreiðslunefndar.126 Greinilegt er að Ingólfur hefur verið mjög
virkur í deildinni fyrsta veturinn sem hann starfaði. Jafn vel eru
dæmi um að hann, bæjarstjórinn sem ráðinn var til starfa af alþýðu -
flokksmönnum, hafi gagnrýnt „kratana“ harðlega.127 Á sama tíma
bar nánast ekkert á Ingibjörgu í starfinu, ekki fyrr en í júní 1932
þegar hún fór aftur að sækja fundi í deildinni af krafti.
Átökin um Ingólf
Staða Ingólfs innan kommúnistaflokksins var hins vegar ekki óum-
deild og sennilega hafa fjölskyldutengsl hans við Finn veikt hana.
Haustið 1932 fór í gang atburðarás sem leiddi til þess að miðstjórnin
gerði hann brottrækan úr flokknum. Líta mætti á þetta sem upptakt
fyrir þær miklu „hreinsanir“ áttu sér stað í honum á árunum 1933
og 1934. efasemdir í garð Ingólfs má raunar rekja nokkuð aftur í
tímann. Í byrjun árs 1929, þegar útgerð báta Samvinnufélags Ísfirð -
inga var að hefjast, lýsti einn kommúnisti úr Hnífsdal því til dæmis
yfir í einkabréfi hve erfitt það væri að eiga við atvinnurekendur
þegar formaður verkalýðsfélagsins, það er Finnur bróðir Ingólfs,
væri orðinn framkvæmdastjóri stærsta fyrirtækisins í bænum.128
Ingólfur studdi eindregið þessa útgerð, bæði af hugmyndafræðileg-
um ástæðum og sem bæjarstjóri. Þessi gagnrýni á bróðurinn hlaut
því einnig að snerta hann. en brátt áttu spjótin eftir að beinast að
hjónaband í flokksböndum 85
124 H.skj.Ísaf. kS 1869/415. kommúnistaklúbburinn á Ísafirði, júlí 1930 –
desember 1930. Fundargerð frá 3. janúar 1931.
125 H.skj.Ísaf. kS 1871/415. kommúnistaklúbburinn á Ísafirði, jan. 1931 – apríl
1932. Fundargerð frá 17. desember 1931.
126 H.skj.Ísaf. kS 1871/415. kommúnistaklúbburinn á Ísafirði, jan. 1931 – apríl
1932. Fundargerð frá 15. janúar 1932.
127 H.skj.Ísaf. kS 1871/415. kommúnistaklúbburinn á Ísafirði, jan. 1931 – apríl
1932. Fundargerð frá 31. janúar 1931.
128 H.skj.Ísaf. kS: 1887/417. Bréfasafn Halldórs Ólafssonar 1928–1929. Helgi
Hannesson í Hnífsdal, líklega til Jens Figved, 26. febrúar 1929.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 85