Saga - 2016, Blaðsíða 64
jafnaðarmennsku hafi almennt verið í anda Ólafs.24 Saman fengu
þeir stundum gusurnar yfir sig frá málsvörum atvinnurekenda, hér
til dæmis frá Morgunblaðinu:
Þeir herrarnir Ólafur Friðriksson og Ingólfur Jónsson eru keyptir af sósí-
alistum til þess að rita æsingagreinar í málgagn alþýðunnar. Þeir eru
keyptir til þess að æsa verkamenn á móti vinnuveitendum og koma inn
hjá þeim öfund og hatri til allra þeirra, sem með ráðdeild og dugn aði
hafa orðið fjárhagslega sjálfstæðir menn, mannanna, sem veita verka-
mönnunum alla atvinnu og bera þyngstu gjaldabyrðar þjóð félags ins.25
en Ingólfur fékkst við fleira. Veturinn 1919–1920 starfaði hann um
skeið sem prentari á Morgunblaðinu á kvöldin og fram á nótt. Í hjá-
verkum lagði hann síðan stund á þýðingar og íslenskaði til að
mynda Tarzan-sögurnar sem hann hóf að birta sem framhaldssögu
í Alþýðublaðinu í janúar 1922. Á árunum 1922–1926 gaf hann sögurn-
ar síðan út á bók, alls sjö bækur.26 Þessar þýðingar Ingólfs á borg-
aralegum ævintýrasögum áttu að þjóna þeim tilgangi að ná til fleiri
lesenda þannig að óhætt er að segja að hér birtist hann sem útsjónar -
samur rekstrarmaður. Þá má geta þess að ein ástæða þess að nýgift
hjónin ákváðu að flytja til Akureyrar var sú að hann hafði keypt
helmingshlut í sínum gamla vinnustað, prentsmiðju Odds Björns -
sonar, sem hann tók nú þátt í að reka næstu árin.
Flutningur til Akureyrar 1922
Á fyrstu búskaparárum Ingólfs og Ingibjargar á Akureyri voru þau
bæði virk í stjórnmálum, einkum þó hann. Þannig var Jafnaðar -
mannafélagið á Akureyri stofnað á heimili þeirra í júlí 1924. Fyrsti
formaður og aðalhvatamaður að stofnun þess var einar Olgeirsson
en Ingólfur tók sæti gjaldkera. Þeir höfðu þekkst lengi þó að Ing ólf -
ur væri tíu árum eldri en einar.27 einar orðaði það síðar þannig, í
ingibjörg sigurðardóttir og páll …62
24 Um Ólaf sjá t.d. Ragnheiður kristjánsdóttir, Nýtt fólk, einkum bls. 82–88; Ólafur
R. einarsson, „Draumsýn Ólafs Friðrikssonar árið 1914“, Söguslóðir. Afmælisrit
helgað Ólafi Hanssyni sjötugum 18. september 1979 (Reykjavík: Sögufélag 1979),
bls. 307–313.
25 S.Þ., „Árás“, Morgunblaðið 7. nóvember 1920, bls. 2.
26 Haraldur Jóhannsson, „Nyrðra, syðra, vestra. Viðtal við Ingólf Jónsson hrl.“,
Tímarit Máls og menningar 35:3–4 (1974), bls. 180–193.
27 Haraldur Jóhannsson, „Nyrðra, syðra, vestra. Viðtal við Ingólf Jónsson hrl.“,
bls. 184.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 62