Saga - 2016, Blaðsíða 86
Ingibjörg Steins, af Ísafirði,
arkar nú stíft um þennan bœ.
Í pólitík er hún perlu virði,
patar og masar sí og œ.
einginn má trúa að á því standi,
öðrum frá þeirri býsn að tjá
hve reyndist hún vel í Rússa-landi
er Rykoff og Stalín, flugust á.119
Þannig var ekki rætt um Ingólf. Hann var karl og því þótti þátttaka
hans á hinum opinbera vettvangi eðlileg. Hann sótti til dæmis
Alþýðusambandsþingið í nóvember 1930 sem fulltrúi Sjómanna -
félags Ísafjarðar. Það átti eftir að verða sögulegt því að klofningur
kommúnista út úr Alþýðuflokknum og þar með Alþýðu samband -
inu lá í loftinu.120 Ingólfur var einn þeirra sem opinberlega höfðu
boðað breytingar í þessum anda.121 Á þinginu klufu kommúnistar
sig úr sambandinu og flokknum og stofnuðu kommúnistaflokk
Íslands. yfirlýsinguna um stofnun hans undirrituðu sextán manns
og var nafn Ingólfs efst á þeim lista.122 Í kjölfar þessa dró úr afskipt-
um hans af verkalýðsmálum á Vestfjörðum því að í verkalýðshreyf-
ingunni, þar sem jafnaðarmenn voru ráðandi, var hætt að velja
kommúnista til trúnaðarstarfa.123 engin breyting varð hins vegar á
stöðu hans sem bæjarstjóra á Ísafirði. Hann átti eftir að gegna því
starfi til ársins 1934. Að vera í öðrum stjórnmálaflokki en þeim sem
réð hann til starfa, í raun sem pólitískan bæjarstjóra, var óvenjulegt.
Hér hafa bræðraböndin væntanlega haft sitt að segja en Finnur
bróðir hans hélt áfram að vera leiðandi í bæjarstjórninni.
Með flokksstofnuninni breyttist heiti ísfirska kommúnista-
klúbbsins einfaldlega í Ísafjarðardeild kommúnistaflokks Íslands.
ingibjörg sigurðardóttir og páll …84
Sigríður Matthíasdóttir og Þorgerður einarsdóttir, „„Færar konur“. Frá
mæðra hyggju til nýfrjálshyggju — hugmyndir um opinbera þátttöku kvenna
1900–2010“, Saga LI:1 (2013), bls. 53–93.
119 St., „Pólitískir Collegar“, Spegillinn 12. júní 1931, bls. 82.
120 kommúnistaklúbburinn á Ísafirði kaus til að mynda um miðjan nóvember
tvo fulltrúa til að sækja stofnþing kommúnistaflokks og var Ingólfur annar
þeirra; sjá H.skj.Ísaf. kS 1869/415. kommúnistaklúbburinn á Ísafirði, júlí
1930 – desember 1930. Fundargerð frá 15. nóvember 1930.
121 Sjá t.d. Ingólfur Jónsson, „Óháð verkalýðssamband og Alþýðusamband Ís -
lands“, Alþýðublaðið 3. september 1930, bls. 3–4.
122 Sjá t.d. „Samtakaheild íslenzkrar alþýðu“, Alþýðublaðið 1. desember 1930, bls. 2.
123 Sigurður Pétursson, Vindur í seglum I, bls. 439. Sjá einnig „10. þing Alþýðu -
sambandsins“, Alþýðublaðið 16. september 1932, bls. 2.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 84