Saga - 2016, Blaðsíða 189
á hvernig ljóðin litu út og hvað þau fólu í sér, eins og sést í ljóðum þessa
tíma. Rannsókn höfundar á hlutverki bókmenntagreinarinnar er mjög sann-
færandi. Mig langar þó að spyrja hvort mörkin hafi virkilega alltaf verið
svona skýr og ströng. Var félagshópurinn sem samdi þessa texta svo lokaður
að aldrei opnaðist eða yrði skörun á milli efri stéttar og lægri? Höfundur
vitnar á bls. 45 í hugtak Matthíasar Viðars Sæmundssonar, „lokað orðræðu -
félag“ (sbr. Foucault), en var slíkt orðræðufélag í raun og veru svona lokað?
Voru ekki til bókmenntagreinar sem gátu farið yfir hin stífu mörk? Hér
mætti til dæmis benda á að rímurnar voru ortar af bæði lærðum og leikum.
Þrjú forvitnileg skáld, sem höfundur nefnir í ritgerðinni, eru Bjarni skáldi,
kolbeinn Grímsson og Björn á Skarðsá (bls. 45) en þessir ólærðu menn sýna
að það var að minnsta kosti nokkurskonar „gegndræpi“ eða skörun í bók-
menntaumhverfinu og jafnvel því félagslega líka. Að sjálfsögðu er það rétt
þegar höfundur skrifar: „Rannsóknin dregur upp mynd af yfirstétt landsins,
með örfáum undantekningum“ (bls. 420). en gæti ekki verið að viðtakend-
urnir hafi stuðlað að því að þessar bókmenntir væru einnig lesnar fyrir utan
yfirstéttina? Þessu háttar einnig svo í tilviki kvenna, sem varla nokkru sinni
birtast sem lærð skáld en voru meðal viðtakenda þessa skáldskapar. Hafa
þá niðurstöður rannsóknarinnar aðeins gildi um verk tiltölulega fárra karl-
kyns skálda sem voru fulltrúar hinnar íslensku yfirstéttar á 17. öld? er það
ekki miður? Og er það ekki á vissan hátt ónauðsynleg takmörkun? Á bls. 61
skrifar höfundur: „Nú er það ekki svo að öllum erfiljóðum og öllum harm -
ljóðum sé skipt í þrjá kafla eftir þessum þremur þáttum, sorg, lof og
huggun. Þættirnir fléttast saman í kvæðunum og eru misveigamiklir innan
hvers kvæðis og hið sama má segja um kvæðagreinarnar í heild.“ Það hefði
líklega verið þess virði ef einmitt mörkin milli kvæðagreinanna, en einnig
skaranir þeirra, hefðu verið rannsökuð lítið eitt nánar.
Í þriðja lagi mætti vísa til þess sviðs sem tengist minnisrannsóknum. Á
bls. 33 beitir Þórunn hugtakinu menningarhefð, sem er í rauninni lykilhugtak
í verki hennar því að erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði 17. aldar gegna
einmitt ekki síst því hlutverki að varðveita minningu hinna dánu. Óhætt er
að segja að í rannsókninni í heild glími Þórunn Sigurðardóttir við hugtökin
minning og minni, þ.e.a.s. form, hlutverk og möguleika bókmennta að minn-
ast þeirra sem látnir eru. Í þessu sambandi eru titlar og fyrirsagnir kvæð -
anna, sem rýnt er í, afar upplýsandi. Í kvæðaskránni má m.a. sjá eftirfarandi
titla sem sýna glöggt að kvæðinu er ætlað að geyma minninguna og festa
ævihlaup viðkomandi í minni eftirlifenda: memoria; minning / til minningar,
til minnis, lofleg minning, æruminning, þakklætis- og þénustuminning, afgangs-
minning, burtfararminning, útfararminning, hérvistar- og útfararminning, lífs- og
framfarminning, ævi- og andlátsminning, æviminning, dótturminning, biskups-
drápa eða -minning, vísuminning, minningarvísa, minningarsöngur; tumulus /
legsteinn. Þannig hrærast kvæðahöfundar í ákveðinni hefð, sem glímir við
spurningar um minningu, og kvæðin sem Þórunn rannsakar bera þess
ritdómar 187
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 187