Saga - 2016, Blaðsíða 66
lega í verkalýðshreyfingunni á Akureyri.35 Meðal annars var Ing -
ólfur virkur á vettvangi Hins íslenska prentarafélags og var hann
kjörinn formaður Akureyrardeildar félagsins árið 1923.36 Vorið 1925
var hann kjörinn í stjórn kaupfélags verkamanna í bænum37 og
sama ár tók hann þátt í stofnun Verkalýðssambands Norðurlands og
sat í fyrstu stjórn þess.38 Þá var hann kjörinn formaður Verkamanna -
félagsins á Akureyri í janúar 1926.39 einnig flutti hann erindi á fund-
um annarra verkalýðsfélaga í nálægum héruðum40 og þá um vorið
var hann ræðumaður á 1. maí-hátíðarhöldunum á Akureyri, þeim
fyrstu í bænum.41 Loks má nefna að hann fór að taka dálítinn þátt í
bæjarmálapólitíkinni og var m.a. kjörinn í skólanefnd snemma árs
1926.42 Menntamál voru honum reyndar hugleikin, eins og sjá mátti
í grein sem hann ritaði um kvöldskóla á Akureyri fyrir fátæka nem-
endur: „Alþýðumenntun er þjóðfélaginu nauðsynleg. Illa ment al -
þýða veikir andlegan mátt þjóðarinnar og gerir hana fyr en varir
volaðan afturúrkreisting, lítilsvirtan og einkis nýtan.“43 enn og aftur
tengist alþýðan í huga hans þjóðinni nánum böndum.
Greinilegt er að Ingólfur naut orðið virðingar meðal jafnaðar-
manna. Vísbending um það er stutt frétt á forsíðu Alþýðublaðsins, í
febrúar 1924, þar sem segir frá komu hans til Reykjavíkur með
strandferðaskipi: „Ingólfur Jónsson stud. jur. og kona hans voru
ingibjörg sigurðardóttir og páll …64
35 Faðir Ingólfs, Jón Friðfinnsson, hafði til að mynda verið einn af stofnendum
Verkamannafélags Akureyrar, árið 1906, og gegnt þar starfi gjaldkera um
árabil; sjá „Verkamannafélag Akureyrar 30 ára“, Verklýðsblaðið 3. febrúar 1937,
bls. 3; sjá einnig: „Brautryðjandi látinn á Akureyri“, Alþýðublaðið 24. mars 1937,
bls. 2.
36 Ingi Rúnar eðvarðsson, Samtök bókagerðarmanna í 100 ár. Þeir byrjuðu ótrauðir,
bundust í lög ([Reykjavík]: Þjóðsaga 1997), bls. 278.
37 „Úr bæ og bygð,“ Verkamaðurinn 31. mars 1925, bls. 3.
38 kristján frá Djúpalæk, „Flett blöðum 50 ára,“ Verkamaðurinn 24. nóvember
1968, bls. 23.
39 „Úr bæ og bygð“, Verkamaðurinn 30. janúar 1926, bls. 2.
40 Sjá t.d. fund hjá verkakvennafélaginu einingu á Akureyri: „Úr bæ og bygð“,
Verkamaðurinn 29. mars 1926, bls. 2. Og einnig fund á Húsavík: „Úr bæ og
bygð“, Verkamaðurinn 27. mars 1926, bls. 1.
41 „Úr bæ og bygð“, Verkamaðurinn 4. maí 1926, bls. 3. Árið áður hafði hann verið
verið ræðumaður í kröfugöngunni í Reykjavík; „kröfugangan“, Alþýðublaðið
2. maí 1924, bls. 1.
42 „Úr bæ og bygð“, Verkamaðurinn 20. febrúar 1926, bls. 2.
43 Ing. Jónsson, „kvöldskóli fyrir unglinga“, Verkamaðurinn 6. október 1925, bls.
1–2.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 64