Saga - 2016, Blaðsíða 101
Ingólfur ákvað að sækja ekki um starf bæjarstjóra á Ísafirði þar
sem staða hans rann út 1. febrúar 1934.173 Í viðtali fjórum áratugum
síðar mat hann það svo að hann hefði líklega ekki náð kjöri, ef hann
hefði sóst áfram eftir starfinu.174 Hugur hans leitaði greinilega til
æskuslóðanna því að hann sótti um starf bæjarstjóra á Akureyri en
í lok janúar var annar maður ráðinn.175 eftir að Ingibjörg og Ingólfur
settust að í Reykjavík fór að fjara undan hjónabandinu. Þau eign -
uðust þó dreng árið 1935, Magna, en sambandi þeirra lauk með
skilnaði árið 1939. Bæði áttu þau eftir að gifta sig aftur, Ingibjörg til
nokkurra ára en Ingólfur til æviloka. Af ísfirskum kommúnistum er
það að segja að ef til vill má halda því fram að deildin hafi að lokum
orðið forystuholl en á hinn bóginn verður að hafa í huga að á árun-
um eftir átökin um Ingólf dró mjög úr starfi flokksins á staðnum.176
Átökin urðu deildinni því dýrkeypt.
Með flutningnum frá Ísafirði lauk virkri þátttöku Ingibjargar í
pólitísku félagsstarfi.177 Hún átti aðeins eftir að koma öðru hverju
fram á næstu árum sem upplesari á samkomum víða um land á veg-
um verkalýðshreyfingarinnar, kommúnistaflokksins og síðar Sósíal -
ista flokksins.178 Í staðinn sneri hún sér alfarið að þeirri hugsjón að
hjónaband í flokksböndum 99
173 „Bæjarstjórastaðan“, Skutull 30. nóvember 1933, bls. 3; „Bæjarstjóraefnin“,
Skutull 12. janúar 1934, bls. 3.
174 Haraldur Jóhannsson, „Nyrðra, syðra, vestra. Viðtal við Ingólf Jónsson hrl.“,
bls. 196.
175 „Bæjarstjóri á Akureyri“, Vesturland 1. febrúar 1934, bls. 23. Reyndar hafði
hann sótt um sama starf tveimur árum fyrr; sjá „Ingólfur Jónsson“, Verka -
maðurinn 20. ágúst 1932, bls. 2. Ingólfur sótti enn og aftur um stöðu bæjar -
stjóra á Akureyri í byrjun árs 1938 en fékk heldur ekki; sjá „Úr bæ og byggð“,
Alþýðumaðurinn 8. febrúar 1938, bls. 3; „Fyrsti fundur“, Verka maður inn 9.
febrúar 1938, bls. 1. Sá sem var ráðinn fékk sex atkvæði, Ingólfur þrjú en tveir
sátu hjá.
176 Björgvin Bjarnason, „Baráttusaga kommúnista á Ísafirði 1930–1935“, Ársrit
Sögufélags Ísfirðinga, bls. 113–114.
177 Grein sem birtist í Baldri, málgagni kommúnista á Ísafirði, um miðjan apríl
1934 gæti verið eftir Ingibjörgu en undir henni er aðeins finna fangamarkið
„I.S.“. Í greininni eru „kratabroddarnir“ harðlega gagnrýndir; sjá „„Her -
bragðið““, Baldur 14. apríl 1934, bls. 3–4.
178 Upplestrarnir voru þrír árið 1934 („Akureyrardeild A.S.V.“, Verkamaðurinn 2.
júní 1934, bls. 4; „klúbbskemmtun verklýðsfélaganna“, Verkamaðurinn 18.
ágúst 1934, bls. 4; „7. nóvember“, Verkamaðurinn 7. nóvember 1934, bls. 4),
einn árlega frá 1936 til 1939 („kvöldskemmtun í kR-húsinu“, Alþýðublaðið 29.
ágúst 1936, bls. 4; „kaffikvöld“, Þjóðviljinn 16. maí 1937, bls. 4; „Fræðslukvöld“,
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 99