Saga - 2016, Blaðsíða 26
það. Opinberlega var bindindinu þó sýndur fullur stuðningur. Það
þjónaði ekki hagsmunum verkamanna að skera sig þar úr.
Starfsemi stúknanna myndaði þann félagslega grunn sem veitti
verkamönnum fyrsta færi á samstöðu um eigin hagsmuni og fram-
farir. Stúkurnar léðu formið, reynsluna og frumkvæðið. Meðlimir
stúkna stóðu að stofnun allra fyrstu verkalýðsfélaganna eða ýttu
þeim úr vör enda var markmið beggja hreyfinga sameiginlegt að því
leyti að bæði stúkur og verkalýðsfélög lögðu áherslu á að þjálfa
meðlimi sína í að láta sig málefni samfélagsins varða og stuðla að
siðferðisumbótum meðal þeirra. Allt hafði þetta mótun lífshátta að
leiðarljósi. Það var aðferð, tækni, hins mjúka stjórnvalds í að stýra,
hafa áhrif á og umbreyta skilyrðum verkakarla.29
Samstarfið um stofnun stúkna og verkalýðsfélaga fyrir sjómenn
sýnir að þeim sem þar komu að var siðferðileg og samfélagsleg mót-
un sjómanna sérstaklega hugleikin. Sjómenn á Íslandi voru sú vax-
andi samfélagsstétt sem talið var að þyrfti að aga og snúa til betri
lífshátta. Slík viðhorf voru þekkt enda höfðu umbótaöfl í anda frjáls-
lyndisstefnu beitt þeim gagnvart verkamönnum í Bretlandi á síðari
hluta nítjándu aldar. Þá var það ótti við siðferðilega hnignun sam-
félagsins í heild sem bjó undir.30 Siðvæðingin var því ávallt stétt-
bundin, henni var beint að þeim hópum sem taldir voru undirmáls-
fólk en í þann veginn að rísa til áhrifa. Áhersla fyrstu verkalýðsfé-
laganna lá því meðal annars í því að verkakarlar bættu siðferðislega
hegðun fyrir áhrif félags- og menningarstarfs og efldu sig þannig til
samstöðu, samfélagslegrar virkni og þar með áhrifa á eigin hag. Sú
áhersla hélt áfram fram eftir tuttugustu öldinni.
Norski sagnfræðingurinn knut kjeldstadli hefur varpað fram
því áhugaverða sjónarmiði að líta megi á bindindishreyfingar sem
eins konar millistig milli bænhúss og verkalýðshreyfingar.31 Það
virðist rökrétt tilgáta því áherslur bindindishreyfinga færðust smám
saman frá siðferðilegri og trúarlegri skírskotun yfir í aukna pólitíska
baráttu. Forkólfar verkalýðshreyfingar héldu áfram að stýrast af
hugmyndafræði um siðbót — þar með talið áfengisbann, er fram
leið. Þeir höfðu tekið orðræðuna til sín, gert hana að sinni, og beittu
henni fyrir pólitískan vagn sinn eins og vikið verður að.
nanna þorbjörg lárusdóttir24
29 Tony Bennett, Culture. A Reformer’s Science, bls. 70.
30 Tony Bennett, „Acting on the Social“, bls. 1414 og 1418.
31 knut kjeldstadli, Aschehougs Norgeshistorie 10. Et splittet samfunn 1905–35 (Oslo:
Aschehoug 1994), bls. 150.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 24