Saga - 2016, Blaðsíða 133
ur að halda til haga, auk þess sem sýningarsaga listamannsins varp-
ar ljósi á feril hans.5
Í þessari bók er sagan rakin í tímaröð og athygli lesanda beint að
ævi listakonunnar frá fæðingu til endaloka. Sagt er frá uppvexti
Nínu í Fljótshlíð, listnámi í kaupmannahöfn, trúlofun, veikindum
og dvöl á berklahæli í Sviss, námsferðum til Frakklands, Ítalíu og
Túnis. Nína náði skjótum árangri í list sinni og vann til mikilvægra
verðlauna fyrir verk sín. Velgjörðarmenn hennar í Listvinafélaginu
í Reykjavík komu því til leiðar að verðlaunamyndin Móðurást (1924)
var keypt og sett upp í Mæðragarðinum við Lækjargötu árið 1930,
en það var fyrsta listaverk eftir konu í almannarými á Íslandi. Nína
vann svo aftur til verðlauna í New york og myndin Afrekshugur var
afhjúpuð yfir aðalinngangi Waldorf-Astoria hótelsins árið 1931. Þá
tók við heimskonulíf í Hollywood, fjöldi sýninga og velgengni í
draumaborginni, en síðustu kaflar bókarinnar segja frá erfiðri endur -
komu til Íslands og ævikvöldi.
Hrafnhildur rekur lífshlaup Nínu af miklu næmi og virðingu.
Bókin er skrifuð í einskonar „biopic“-formi; rödd listakonunnar er
nálæg í sendibréfum sem greina frá erfiðleikum, sigrum hennar og
ósigrum.6 Höfundur skýtur inn stuttum sögulegum og listsöguleg-
um innskotsgreinum sem veita innsýn í tímabil og tíðaranda.
Ævintýralegur listferill Nínu fellur á vissan hátt vel að þessu frá-
sagnarformi, en sá böggull fylgir skammrifi að um leið og lífshlaup
Nínu varpar ljóma á feril hennar dregur ævisögulegur frásagnar-
háttur úr dýpri skilningi lesandans á verkum hennar. Höfundur
virðist ekki ganga út frá neinni ákveðinni rannsóknarspurningu en
slíkur vegvísir hefði verið gagnlegur, jafnvel nauðsynlegur, þegar
leiða skal lesanda inn í orðræðusamhengi listfræðinnar eða til að
greiða í sundur lagskipta myndlistarheima á fyrri hluta 20. aldar.
Sjónarhorn slíkrar listfræðirannsóknar, jafnvel þótt hún sé sett fram
í ævisögulegu samhengi, hlýtur að taka mið af viðfangsefnum sam-
tímans, svo sem femínískri listsöguritun, kynjafræði, rannsókn á
ólíkum birtingarformum staðbundins módernisma eða rannsóknum
á norrænni framúrstefnu, svo dæmi séu tekin af þeim efnisþáttum
sem bregður fyrir í bókinni.
þegar sambandið rofnar 131
5 Til þessa hafa aðeins verið gefnar út heildarskrár um verk errós (f. 1932) og
Sigurjóns Ólafssonar (1908–1982) myndhöggvara.
6 Doris Berger, Projected Art History: Biopics, Celebrity Culture, and the Popularizing
of American Art (London: Bloomsbury 2014).
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 131