Saga - 2016, Blaðsíða 187
hann að „fjölskylduskáldi“. Þessar tilviksrannsóknir sýna vel hvernig tæki-
færiskvæði 17. aldar voru fær um að lýsa félagslegri stöðu og áliti hins liðna
um leið og þau veittu einstaklingi huggun en þessi aðalhlutverk huggunar-
bókmennta á árnýöld koma einmitt einkar vel fram í titli bókarinnar, Heiður
og huggun. Í kafla 11 er greint frá tilurð kvæðanna, dreifingu og varðveislu í
handritum og prentuðu máli og þar með að vissu leyti lagður grundvöllur
að viðtökusögu þeirra, en síðan eru niðurstöður dregnar saman. Í viðauka I
er fullkomin kvæðaskrá þar sem öll erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði 17.
aldar eru talin upp, samtals 156 kvæði í a.m.k. 164 handritum, og sýnir sá
mikli fjöldi mikilvægi bókmenntagreinarinnar. Þessi heildarskrá er afar
gagnlegur grunnur til frekari rannsókna. Þar getur maður meðal annars séð
hver afkastamestu skáldin í þessum kvæðagreinum voru. Bjarni Gissurar -
son (1621–1712), prestur í Þingmúla í Skriðdal, orti til dæmis ekki færri en
sextán ljóð af þessu tagi, tvö eftir 1700. en einnig létu Hallgrímur Pétursson
(sex), Jón Magnússon (1601–1675) (sex) og Ólafur Jónsson (um 1560–1627),
prestur á Söndum í Dýrafirði (sex), mjög til sín taka; eiríkur Árnason (d.
1587), sýslumaður á Skriðuklaustri, samdi „eina harmljóðið sem vitað er um
frá 16. öld“ (bls. 355); Jón Guðmundsson (1558–1634), prestur í Hítardal á
Mýrum, orti árið 1620 um látna eiginkonu sína, Guðríði Gísladóttur,
harmljóð sem samanstendur af 124 ljóðlínum, „elsta kvæði á íslensku undir
elegískum bragarhætti, sem er klassískur bragarháttur þar sem skiptist á
hexametur og pentametur“ (bls. 377).
Þórunn Sigurðardóttir hefur hér lagt mikið af mörkum, miklu meira en það
sem snýr beint að hinni eiginlegu rannsókn, og því er óhætt að segja að hún
hafi með verki sínu gefið tóninn hvað snertir rannsóknir á bókmenningu á
árnýöld. Það er ekki aðeins að hún greini ótalmörg atriði í kvæðum, sem
hún hefur valið til umfjöllunar af kostgæfni – og þar liggur ekki síst ávinn-
ingur bókarinnar, heldur hefur hún einnig í köflum 2–4 tekist á við grund-
vallarspurningar síðustu ára og áratuga sem lúta að rannsóknum á sögu
bókmennta og menningar. Hér á eftir langar mig að ræða stuttlega þrjú
athyglisverð atriði sem mér finnst skipta máli.
Í fyrsta lagi er það hin svonefnda nýsöguhyggja (e. new historicism), sem
er að því leyti heppileg til rannsókna á menningu fyrir nýöld að henni var
fyrst beitt við umfjöllun um endurreisnartímann. Stephen Greenblatt, aðal-
hugmyndasmiður þessarar stefnu, þróaði mikilvægar hugmyndir um
menn ingu árnýaldar út frá verkum Shakespeares. Þórunn Sigurðardóttir
nýtir sér kenningar nýsöguhyggju í viðleitni sinni til að setja erfiljóðin,
harmljóðin og huggunarkvæðin í menningarsögulegt og félagslegt sam-
hengi. Reyndar mætti spyrja hvort hún hefði þá ekki getað unnið aðeins
nánar út frá aðferðum nýsöguhyggjunnar og til dæmis nýtt sér fleiri ljóð,
prósatexta og aðra texta til að fá skýrari heildarmynd af bókmenntakerfinu
á 17. öld. Hún minnist á nokkrum stöðum á fræðimenn á borð við Green -
ritdómar 185
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 185