Saga - 2016, Blaðsíða 114
sem lærlingur hjá iðnmeistara og því hefði mátt búast við að fleiri
Ís lendingar legðu leið sína til englands í þeim tilgangi.
ein heimild finnst um íslenska konu sem giftist til englands.
Hún hét Birgida Skirn, eiginkona Wilemi Skirn, og var til heimilis í
Hais thorp í Dickering Wwapentake í east Riding. Hún fékk ríkis-
borgararétt árið 1453 ásamt öðrum Íslendingi, J. Jóhannssyni. Þar er
hún búsett tveimur árum seinna.27
Þá er í grunninum að finna Íslending að nafni Johns Gunner (Jón
Gunnarsson?). Hans er fyrst getið 1450 og þá sagður halda heimili í
Grey Friars Lane í Coventry. Sex árum síðar er hann til heimilis í
Gosford St. og þá skráður verkamaður (e. labourer). yngstu heimildir
um þennan mann eru svo í skattskrá frá 1460 og þar eru sömu
upplýsingar og áður: verkamaður og heldur heimili.28 Gos ord St. og
Grey Friars Lane eru götur í miðborg Coventry en við fyrrnefndu
götuna er m.a. háskólinn í Coventry.
Áðurnefndur Johns Glassen hefur nokkra sérstöðu í England’s
Immigrants vegna fjölda skráninga sem ná yfir 20 ára tímabil. Hann
kemur fyrst fyrir í skattskrá 19. september 1452 og er þá í þjónustu
Guys Wistan. Þar er hann enn 1456 en árið eftir er hann sagður
halda heimili þótt hann sé enn í þjónustu sama manns. Árið 1463 er
hann skráður til heimilis í Cross St. í Coventry, enn þjónn en aftur
án þess að halda heimili; húsbónda er ekki getið. Árið eftir er hann
skráður fyrrum þjónn hjá Guy Wistan og sagður halda heimili.
Samkvæmt síðustu færslunni, frá 1471, heldur hann enn heimili á
Cross St. Hann hefur því feril sinn í þjónustu Guy Wistan en
eignast smám saman heimili og breytir að því er virðist um starfs-
vettvang.29
Þau John Gunner, Thorbor elgat, Birgita Skrin og John Glassen
eru líklega nokkuð góð dæmi um Íslendinga sem hafa aðlagast
sæmilega ensku samfélagi og er sá síðastnefndi einnig dæmi um
innflytjanda sem vinnur sig smámsaman upp úr lægstu lögum sam-
félagsins og kemst til bjargálna.
Í Bristol er einn af þeim sem nefndir eru í skattskránni frá 1483
William yselond, þá skráður sem þjónn hjá Thomas Devynshir. Árið
guðmundur j . guðmundsson112
27 DI XVI, bls. 372–73.
28 N.A. e 179/235/29, m. 5. e 179/192/82A, m. 1. 179/192/89.
29 N.A. e 179/235/53, m. 4. e 179/192//82A, m. 1. e 179/192/89. e 179/192/87.
e 179/192/88. e 179/192/76, m. 2. e 179/192/93, m.1. e 179/192/93, m. 2. e
179/192/77, m. 1. e 179/192/77, m. 2. e 179/192/83. e 179/192/99.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 112