Saga - 2016, Blaðsíða 34
framhjá lesanda.58 Strax í upphafi stúkustarfs á Ísafirði, með stúk-
unum Áróru og Dagstjörnunni 1884–1888, varð leiklistin sú fjár -
öflun sem nærtækust var og tekjudrýgst. Hún virðist einnig einfald-
lega hafa verið í tísku. Innan þessara fyrstu stúkna voru félagsmenn
sem þá þegar höfðu beina reynslu af góðum árangri slíkrar tekjuöfl-
unar, frá því að almennar leiksýningar í bænum hófust 1879–1883 ef
marka má orð einars Péturssonar frá Skáleyjum. Á þeim tíma höfðu
leiksýningar, að hans sögn, „drifið upp mikla peninga“ enda að -
gangs eyrir inn á þær 1 króna, sem teljast verður dýrt — reyndar
rándýrt. Það hindraði þó ekki að þar væri oft húsfyllir að sögn
einars.59 Síðari stúkurnar á Ísafirði, Dagsbrún og Nanna, voru
virkar í leikstarfsemi frá 1896 og fram yfir fyrsta áratug nýrrar ald-
ar.60 Það sem knúði á um það var rekstur húseignanna. Stúku -
meðlimir ýmist efndu til smáleikja eða réðust í stærri verk og nýttu
öll færi sem til þess gáfust þegar Sjónleikjafélag staðarins lá í dvala.
Stúkustarfsemin efldi því bæinn á leiklistar- og menningarsviði,
tryggði þar stöðugri tilvist leiklistar og smitaði einnig út frá sér til
nágrannabyggðarlaga.61 Skemmtistarfsemin í stúkunum hafði þó
annan tilgang en að afla tekna. Markmiðið var einnig að ráða bót á
feimni og efla tjáningu meðlima. einn liður í því var myndun
skemmtiflokka, svo sem í Hafnarfirði rétt eftir aldamótin 1900.
Flokk arnir tróðu upp á vetrarfundum og kepptu í góðri fram-
mistöðu, þar sem frumsamið efni var flutt, lesnar voru sögur eða
kvæði og umbun veitt þeim flokki sem best þótti hafa staðið sig.62
Það má því halda því fram að auk viðleitninnar til tjáningar hafi
bindindið, starfið að málstaðnum sjálfum — undirstaða og tilgangur
nanna þorbjörg lárusdóttir32
58 Þetta voru hús bindindisfélagsins Dagsbrúnar, sem varð einnig eign stúkunnar
Nönnu 1899, og hið glæsilega hús beggja stúkna, Dagsbrúnar og Nönnu, sem
reist var 1906.
59 Um bréf einars Péturssonar frá Skáleyjum: Már Jónsson, „Leikhúslíf og
góðtemplarar á Ísafirði árin 1883–1885: Fáeinir textar“, Ársrit Sögufélags
Ísfirðinga (2013), bls. 147. Veturinn 1893–1894 kostaði dýrasti miðinn á sýningar
templara í Reykjavík 80 aura: Sveinn einarsson, Íslensk leiklist II (Reykjavík:
Menningarsjóður 1996), bls. 63–64. Aðgangseyrir á Útilegumennina 1879 hafði
verið 15–25 aurar: Jón Þ. Þór, Saga Ísafjarðar II. 1867–1920 (Ísafjörður: Sögufélag
Ísfirðinga 1986), bls. 208.
60 Bindindisfélagið Dagsbrún gerðist góðtemplarastúka árið 1899.
61 Um leiklist templara á Ísafirði til 1911 sjá Nanna Þorbjörg Lárusdóttir, Í trú von
og kærleika, bls. 62–64.
62 Nanna Þorbjörg Lárusdóttir, Í trú von og kærleika, bls. 32.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 32