Saga - 2016, Blaðsíða 105
guðmundur j. guðmundsson
Að hleypa heimdraganum
Íslenskir innflytjendur í englandi 1440 til 1536
Á fyrri hluta árs 2015 var gagnagrunnurinn England’s Immigrants tekinn í
notkun. Í honum er skrá yfir alla þá útlendinga sem fluttust til englands á
tímabilinu 1330–1550 og heimildir finnast um í gögnum The National Archi -
ves, þjóðskjalasafns Breta. Í þessum gagnagrunni eru tæplega 250 færslur um
Íslendinga. Hér verður þessi gagnagrunnur kynntur og raunverulegur fjöldi
Íslendinganna í honum ákvarðaður. einnig verður greint frá því hvar Ís -
lendingarnir settust að, hvað þeir störfuðu og hvernig þeim vegnaði í nýjum
heimkynnum, eftir því sem heimildir leyfa. Að síðustu verður svo rætt um
fleiri möguleika til að nýta gagnagrunninn til rannsókna.*
Haustið 1448 létti enskt kaupskip, hlaðið dýrmætum varningi úr
verstöðvunum á Snæfellsnesi, akkerum einhvers staðar við Breiða -
fjörð, vatt upp segl og stefndi út á haf. Við borðstokkinn stóð einn
mesti stórbokki landsins á þessum tíma, Guðmundur ríki Arason,
oft kenndur við Reykhóla, og horfði til lands í síðasta sinn. Hann
hafði átt í deilum við mága sína, þá Björn ríka Þorleifsson hirðstjóra
og einar bróður hans, sem höfðu nú gert eignir hans upptækar í
konungssjóð vegna margs konar yfirgangs, afbrota og annars sem
óþarfi er að telja upp hér. Og þar sem Guðmundur ríki Arason
stendur við borðstokkinn í kvöldkulinu hverfur hann úr Íslands -
sögunni því engar heimildir hafa fundist um hann eða örlög hans
síðan, hvorki á íslenskum né erlendum skjalasöfnum.
ef sú tilgáta er rétt, að Guðmundur ríki hafi haldið til englands
eftir að hafa lent upp á kant við krúnuna, var hann ekki eini íslenski
höfðinginn sem það gerði. Árið 1415 hafði Vigfús Ívarsson, fyrrum
hirðstjóri, einnig leyst landfestar og haldið til englands eftir að hafa
látið greipar sópa um eignir konungs.1 Og það voru ekki bara stór-
Saga LV:1 (2016), bls. 103–118.
S Ö G U R O G T Í Ð I N D I
* Hagþenkir styrkti þessa rannsókn.
1 Björn Þorsteinsson, Enska öldin í sögu Íslendinga (Reykjavík: Mál og menning
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 103