Saga - 2016, Blaðsíða 152
ins fór gjarnan fram. Vakin er athygli á þeim valdaafstæðum sem koma fram
og meðal annars velt upp breytingunni sem smám saman var að verða á því
hvort vinnuhjú voru talin heimilismenn eða hvort þau voru í ráðningarsam-
bandi við húsbændur. Áhugaverðar samfélagsbreytingar endurspeglist því í
baðstofunni. Bent er á hvernig „hegðunin“ færðist frá því að vera samband
við guð yfir í að verða samband við samfélagið (bls. 98–107). Þetta var á sama
tímabili og vistarskyldan varð að sterkari kvöð en hún hafði verið á þeim fjór-
um öldum sem á undan voru gengnar, eins og túlkunin er sett fram í ritinu.
Í lögunum 1866, þegar vinnuhjúalögunum var breytt þannig að vistar-
skyldunni var í raun aflétt og lögin fóru að snúast frekar um vinnumarkað
en heimilissamband, var starfið að vera hjú í sveit þó enn til. Í framhaldi af
því má velta nánar fyrir sér þessari breytingu. Hvernig var samhengið á
milli hertra reglna og iðkunar, bæði ögunar og andófs? Var hið siðræna
ögunarvald húsbænda í baðstofunni meira á 19. öld en áður eða andstaðan
meiri vegna breyttra samfélagshátta? Var vistaróþolið vaxandi? Var hin
strangari vistarskylda e.t.v. vísbending um breytingu á því hvernig tekið var
á fátækramálum eða jafnvel atvinnuleysi?
Lausamenn og lausgangarar
Sný ég mér þá að hinum meginhópnum sem til umfjöllunar er, lausamönn -
um. Ítarleg og góð umfjöllun er um rannsóknir á lausamönnum, þessum
mjög svo áhugaverða hópi í samfélagi fyrri alda. Skilgreining á því hverjir
voru lausamenn og hverjir ekki hefur löngum verið óljós, bæði í samtíma-
umræðu og hjá fræðimönnum. Hér er gerð tilraun til að ná utan um þá
umræðu og tekst nokkuð vel í ítarlegu rannsóknaryfirliti.
Í fyrri rannsóknum hefur verið lögð nokkur áhersla á að munur hafi
verið á annars vegar lausamönnum og hins vegar lausgöngurum eða flökk-
urum. Doktorsefni andmælir þeirri aðgreiningu í þessari rannsókn og
heldur fram að sú aðgreining þjóni ekki tilgangi út frá 19. aldar samfélaginu.
Hann yfirfærir þá skilgreiningu að sumu leyti einnig yfir á lausamenn fyrri
alda (bls. 157–171).
Því þrátt fyrir afgerandi staðhæfingu um skil í vistarskyldu 1783, með
lausamennskubanni, örlar líka á þeirri undirliggjandi túlkun að það hafi
verið lítill munur á 19. öldinni og fyrri öldum. Mig langar því að beina
umræðunni aftur þangað, því það er í ýmsu nokkur munur á 19. aldar sam-
félaginu og tímabilinu frá siðaskiptum til loka 18. aldar, þegar flestar ögun-
arreglur voru settar sem snúa að þessum hópum.
Færa má rök fyrir því að nokkur breyting hafi orðið á stöðu lausamanna
á 19. öld miðað við fyrri aldir og því sé jafnvel gagnlegt að skoða fyrri aldir
með öðrum augum en 19. öldina eftir að algert bann var lagt við lausa-
mennsku. Jafnvel má líka heimfæra það yfir á 18. öldina að hluta. Vísbend -
ing er m.a. í dæmi sem höfundur tilfærir, um að kona hafi óskað eftir að fá
andmæli150
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 150