Saga - 2016, Blaðsíða 135
meðal annars á því að skoða listsköpun kvenna í pólitísku orð ræðu -
samhengi og með hliðsjón af veikri stöðu þeirra gagnvart hefðar- og
stofnanaveldi listheimsins. Sú veika staða birtist til að mynda í
aðstöðumun gagnvart listmarkaðinum. Í kjölfar skrifa Nochlin varð
fræðileg vitundarvakning og fjöldi ungra kvenlistfræðinga, með
þær Griseldu Pollock og Rozsiku Parker í fararbroddi, gerðu mynd-
listarsköpun kvenna að viðfangsefni sínu um leið og þær umbyltu
karllægum aðferðum listfræðinnar sem beindust að rannsóknum á
„meistaranum“ innan hefðarveldis liststofnana og fagurfræði.12
Griselda Pollock umorðaði vandamálið sem kvenlistfræðingar stóðu
þá frammi fyrir: „Is adding women to art history the same as pro-
ducing feminist art history? Demanding that women be considered
not only changes what is studied and what becomes relevant to
investigate, but it challenges the existing disciplines politically.“13
Hrafnhildur Schram hefur um árabil lagt hönd á plóg við þetta
verkefni. Hún hefur skrifað um listsköpun kvenna á Íslandi, dregið
fram verk og nýjar heimildir, sett upp sýningar á verkum kvenna,
og rætt mikilvæga þátttöku þeirra í sköpun menningarumhverfis á
Íslandi.14
Mikill vöxtur höggmyndalistar í kaupmannahöfn um og eftir
aldamótin 1900 er rannsóknarefni út af fyrir sig. Afrekskonan Anne
Marie Carl Nielsen (1863–1945) myndhöggvari var nokkuð áberandi
á námsárum Nínu og því mætti spyrja með hvaða hætti gróskan í
höggmyndalist gæti hafa eflt áhuga ungra kvenna á þeirri grein.
Hrafnhildur rekur skilmerkilega hvernig kennslu var háttað innan
konunglega listaháskólans í kaupmannahöfn og greinir frá þeim
mikilvægu breytingum sem urðu á kennsluaðferðum í höggmynda-
deild skólans undir stjórn einars Utzon-Franks (1888–1955). Utzon-
Frank sótti viðmið til endurreisnartímans í Flórens og lagði áherslu
á samfélagslega tengingu listsköpunar og mikilvægi lista í opinberu
rými. Hann byggði kennsluna á nákvæmri rannsókn á mannslíkam-
þegar sambandið rofnar 133
12 Rozsika Parker og Griselda Pollock, Old Mistresses: Women, Art and Ideology
(London: Pandora 1981).
13 elizabeth Fox-Genovese, „Placing Women’s History in History“, New Left
Review 133 (1982), bls. 5–29; Griselda Pollock, „Feminist Interventions in Art’s
Histories“, Vision and Difference. Feminity, Feminism, and Histories of Art (London:
Routledge 1988), bls 1.
14 Hrafnhildur Schram, Huldukonur í íslenskri myndlist (Reykjavík: Mál og menn-
ing 2005).
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 133