Saga - 2016, Blaðsíða 62
sjómanns og verkamanns (1857–1937), og Þuríðar Sigurðar dóttur
húsfreyju (1857–1945). Hann lærði netagerð hjá föður sínum en
síðan prentiðn hjá Oddi Björnssyni, þar sem hann starfaði frá 1905
til 1914. Um skeið starfaði Ingólfur í prentsmiðjum í Reykjavík, en
hann vildi hins vegar auka við menntun sína og fór því í Gagn -
fræðaskólann á Akureyri þaðan sem hann lauk prófi árið 1916. Sama
ár flutti hann aftur til Reykjavíkur, settist í Menntaskólann og lauk
stúdentsprófi 1919, tuttugu og sjö ára. Þá hóf hann laganám í Há -
skóla Íslands. Hann gat hins vegar fremur lítið sinnt því næstu árin
sökum anna, einkum á pólitíska sviðinu en hann var þá orðinn rót-
tækur jafnaðarmaður. Hann lauk þó prófi vorið 1925. Hvort Ingólfur
hafði hugmyndafræðilega mótandi áhrif á Ingibjörgu er ekki ljóst.
Reyndar virðist sem róttæk vinstrimennska hafi verið fyrir hendi
meðal bræðra Ingibjargar.13
Alþýðuflokkurinn var stofnaður árið 1916. Fljótlega fór hug-
myndafræði í anda kommúnisma að skjóta rótum í vinstri armi
flokksins og á þriðja áratugnum urðu til skipulagðar hreyfingar í
anda hans. Ingólfur tilheyrði frá upphafi vinstri arminum en það er
á hinn bóginn álitamál hversu langt til vinstri hann hefur staðið.
Sumum fannst hann allavega hafa fremur takmarkaða þekkingu á
hinum sósíalísku fræðum, sem þýddi í raun að hann stæði ekki
nægilega langt til vinstri.14 Lítum á dæmi um viðhorf Ingólfs. Hann
flutti Minni Íslands á 25 ára afmælisfagnaði Hins íslenska prentara-
félags vorið 1922. Sú ræða var á þjóðernislegum nótum. Hann lagði
áherslu á að Ísland væri ríkt land sem gæti átt bjarta framtíð fyrir
sér. Til þess að svo mætti verða þyrftu menn þó að læra að tileinka
sér „að skipulag, felur í sér þann mátt, sem leysir hann úr læðingi og
gerir hana að göfugri þjóð, að menntaðri þjóð og farsælli, starfandi,
skapandi þjóð.“15 Hér birtast pólitísk viðhorf Ingólfs sem róttæks
jafnaðarmanns. Rannsóknir hafa sýnt að róttæk jafnaðarmennska
og þjóðernishyggja gat farið saman16 og er Ingólfur dæmi um
slíkt.17
ingibjörg sigurðardóttir og páll …60
13 Hendrik J. S. Ottósson, „Jónas Steinsson“, Alþýðublaðið 5. apríl 1923, bls. 1.
14 Sjá t.d. Snorri G. Bergsson, Roðinn í austri, bls. 242.
15 Ingólfur Jónsson, „Minni Íslands“, Alþýðublaðið 8. apríl 1922, bls. 1.
16 Sjá einkum Ragnheiður kristjánsdóttir, Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðs-
stjórnmál 1901–1944 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2008).
17 Sjá t.d. Ingólfur Jónsson, „Arnarhóll — Ingólfsstyttan“, Alþýðublaðið 28. janúar
1920, bls. 1–2.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 60