Saga - 2016, Qupperneq 48
Bætt siðferði sem afleiðing banns lét hins vegar á sér standa og
kvartað var yfir veikluðu siðferðisþreki og samþykki almennings-
álitsins á brotum gegn landslögum.111 Úrræði stjórnvalda miðuðu
að því að takmarka aðgengi að því áfengi sem þó fékkst flutt inn.
Skömmtun og stýring, ásamt skrifræði til eftirlits, urðu þær aðgerðir
sem áfengisútlát lutu. einkasölu í Áfengisverslun ríkisins frá 1922
— eins konar varnarráðstöfun með gildandi áfengisbann í lögum —
var frá upphafi ætlað fyrst og fremst að koma betri skipan á inn-
flutning áfengis og afnema það fyrirkomulag sem reynst hafði
götótt.112 Með hertum áfengislögum 1928 var síðan ætlun stjórn-
valda að bregðast við ófremdarástandi og ólöglegri umsýslu áfengis
sem viðgengist hafði fram að því. Til að herða þar á var liðsinni
templara þegið því nefnd á þeirra vegum fékk beina aðkomu að
gerð frumvarpsins.113
Þegar aðflutningsbanni á sterku áfengi var aflétt, með nýjum
áfengislögum 1934, tók sú nýja skipan áfram mið af því sem á
undan var farið — einróma viðleitni til aðhalds í áfengismálum, auk
þess sem sjónarmið um aukna fræðslu urðu þá áberandi. Áfengis -
varnarnefndir á forræði hins opinbera komu til í hreppum landsins
og kaupstöðum. Nefndunum var ætlað að bregðast við þeirri ógn
sem af áfenginu stafaði, þær áttu að efla bindindisstarfsemi og koma
í veg fyrir misnotkun áfengis, stuðla að fræðslu og reyna að koma í
veg fyrir alla ólöglega notkun áfengis. Þær áttu einnig að útvega
stjórnvöldum upplýsingar um ástand áfengismála, vinna að því að
koma ofdrykkjumönnum til aðstoðar til að þeir gætu „vanizt af
áfengisnautn“ og hafa afskipti af heimilum drykkjumanna.114
Nefndarmeðlimir fengu einnig heimildir til eftirgrennslana inni
á heimilum fólks, þar sem þeim var ætlað að „rannsaka ástandið hjá
viðkomandi manni, eða á viðkomandi heimili, og taka skýrslu um
það af fjölskyldunni eða öðrum, sem vel þekkja til og vitnisbærir
eru“.115 Athygli vekur einnig að seta kvenna í áfengisvarnar nefnd -
um var talin nauðsynleg eins og vikið verður að.
nanna þorbjörg lárusdóttir46
111 Tryggvi Þórhallsson, „Aðflutningsbann og löghlýðni“, Lögrétta 14. febrúar
1917, bls. 29.
112 Ópr. Sumarliði Ísleifsson, „Saga áfengismála fram um 1940“, bls. 78–79 og 102.
113 „Áfengislöggjöfin“, Alþýðublaðið 15. október 1927, bls. 5, og 27. október 1927,
bls. 3.
114 Tilvitnanir í Reglugerð um áfengisvarnarnefndir 17. október 1935: Ópr.
Sumarliði Ísleifsson, „Saga áfengismála fram um 1940“, bls. 140.
115 Sama heimild, bls. 140.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 46