Gripla - 2021, Blaðsíða 137
135
GOTTSKÁLK JENSSON
TVÆR DÆMISÖGUR ESÓPS
OG LATNESK SKRIFARAVERS
Í FORMÁLA ADONIAS SÖGU
OG TENGSL ÞEIRRA VIÐ LATÍNUBROTIN
Í ÞJMS FRAG 103, 104 OG AM 732 b 4to
AdoniAs sAgA er suðræn fornaldarsaga um átök og undirferli kónga-
fólks og hertoga í löndunum við Miðjarðarhafið, frumsamin af óþekktum
Ís lendingi. Sagan er varðveitt í tugum handrita frá ýmsum tímum sem
bera vinsældum hennar vitni, þau elstu skinnbækur frá 15. öld, en sagan
er talin rituð á síðari hluta 14. aldar eða í byrjun 15. aldar. Textinn virðist
heill en formálinn er þó einungis varðveittur í einu handritanna, AM
593 a 4to, sem talið er skrifað á síðari hluta 15. aldar.1 Það handrit var
lagt til grundvallar útgáfu sögunnar í Late Medieval Icelandic Romances
(Kaupmannahöfn 1963) sem Agnete Loth annaðist. Er söguna þar að finna
í þriðja bindi ritraðarinnar, á blaðsíðum 67–230, ásamt enskri endursögn
neðanmáls. Þótt formálinn sé jafn fágætur í handritunum og raun ber
vitni hefur Sverrir Tómasson sett fram haldbær rök fyrir því að hann hafi
fylgt sögunni í upphafi og sé skrifaður af söguhöfundinum. Í formálanum
eru endursagðar tvær fornar dýraföblur en sömu dýr og þar koma fyrir
eru einnig látin einkenna tvær helstu persónurnar í sögunni, hertogann
Constantius og son hans Albanus.2 Við þetta má bæta að samskonar
prósarím kemur fyrir í dæmisögum formálans og í lokaorðum sögunnar.
Vegna brenglunar í uppskrift latneskra skrifaraversa í formálanum, sem
ekki kemur fram í þýðingu sömu versa, er ljóst að formálinn í AM 593 a
1 Sverrir Tómasson, Formálar íslenskra sagnaritara (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar,
1988), 359–60. Zitzelberger, „Adonias saga,“ Medieval Scandinavia: An Encyclopedia, ritstj.
Phillip Pulsiano (New York: Garland, 1993), 2, virðist ókunnugt um nýja aldursgreiningu
brotsins AM 657 VI b 4to.
2 Sverrir Tómasson, „The fræðisaga of Adonias,“ Structure and Meaning in Old Norse Litera-
ture: New Approaches to Textual Analysis and Literary Criticism, ritstj. John Lindow, Lars
Lönnroth og Gerd Wolfgang Weber (Odense: Odense University Press), 390–93; For-
málar íslenskra sagnaritara, 298–300.
Gripla XXXII (2021): 135–149