Gripla - 2021, Blaðsíða 207
205
kvæðisins þar sem skáldið telur aldur sinn 77 ár.21 Ekki er gott að segja til
um hvenær Frum tignarvísur voru ortar en það hefur að minnsta kosti verið
fyrir 1626 sem er dánarár skálds ins. Benda má á að Einar er líklega orðin
blindur þegar hann orti Ævisöguflokkinn en í lokaerindi Frum tignar-
vísna lætur hann í ljósi ósk um að geta ferðast í Vatnsfjörð. Það hefði hann
væntanlega ekki verið fær um árið 1616, blindur maðurinn. Þetta gæti bent
til þess að ljóðabréfið hafi verið ort fyrir þann tíma.
Heimildir gefa til kynna að Gísla hafi ekki farnast sérstaklega vel í
Vatnsfirði.22 Mörg um árum eftir andlát Einars, eða 1635, skrifaði þáverandi
biskup, Gísli Oddsson, bróðursonur séra Gísla í Vatnsfirði, bréf til Gísla
þar sem hann m.a. áréttar ásakanir á hendur Gísla um niðurníðslu staðarins,
eyðileggingu, illa byggingu kirkjujarðanna og ýmis embættisglöp.23 Það er
augljóst að van ræksla séra Gísla á staðnum hefur staðið yfir lengi og birtist
enn fremur í úttekt staðarins við afhendingu hans árið 1636.24 Það er því
ekki ólíklegt að yfirvöld í hérað inu hafi kvartað, ekki aðeins við prest inn
sjálfan heldur og yfirmann hans, biskupinn. Ljóða bréf föður hans gæti bent
til þess að lánleysi séra Gísla í embætti Vatnsfjarðarprests hafi byrjað all-
löngu áður en skjalfestar heimildir um það gefa til kynna.
Eins og fram kom hér að ofan hefst ljóðabréfið á skilgreiningu á hug-
takinu frumtign, viðtakanda ljóðabréfsins er gert ljóst að rétturinn sé aftur-
kræfur og nefnd eru dæmi úr Biblí unni því til staðfestingar. Annars vegar
er það himnafaðirinn sem ræður hvort fólk haldi frum tign sinni eða missi
hana en á hinn bóginn getur frumburður fyrirgert rétti sínum með ámælis-
verðri hegðun. Hér er því bæði um áminningu að ræða og varnaðarorð
og er ekki laust við að lesanda renni í grun að Einar sé að ávíta son sinn
fyrir einhverjar yfirsjónir. Getur verið að Oddur biskup Einarsson, bróðir
Gísla, hafi kvartað um sleifarlag Gísla í embætti við föður þeirra? Það er
21 Sjá Jón Samsonarson og Kristján Eiríksson, „Inngangur“ og „Skýringar og athugasemdir,“
í Einar Sigurðsson í Eydölum, Ljóðmæli, xxviii og 233.
22 Hannes Þorsteinsson, „Annáll séra Jóns prófasts Arasonar í Vatnsfirði eða Vatnsfjarðar-
annáll hinn elzti 1395−1654,“ Annálar 1400−1800 III (Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag, 1933), 2−3; Guðrún Ása Gríms dóttir, Vatnsfjörður í Ísafirði. Þættir úr sögu höfuðbóls
og kirkjustaðar (Brekka í Dýrafirði: Vestfirska forlagið, 2012), 294 o.áfr.; Páll Eggert
Óla son, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi IV (Reykjavík: Bókaverzlun Ársæls
Árnasonar, 1926), 656.
23 Sjá bréfabók biskups í AM 244 4to, bl. 5r. Sbr. Guðrún Ása Grímsdóttir, Vatnsfjörður í
Ísafirði, 294.
24 Guðrún Ása Grímsdóttir birtir greinargerðina í Vatnsfjörður í Ísafirði, 296−300.
FRUMTIGNARVÍ SUR