Gripla - 2021, Blaðsíða 145
143
fyrir honum, ok sagði þat hafa nóga dauðasök og svalg hann lambit,
ok saddi svo sinn kvið. Meðr þeim hætti læzt hinn klóki valdzmaðr
sýna nokkurn lagalit fyrir óvitrum mönnum, ok verðr af ofríki til at
láta er hinn ágjarni krefr.15
Svo hljóðar sama dæmisaga í meðförum hins skrúðmáluga Anonymus
Neveleti:
2. De Lupo et Agno
Est Lupus, est Agnus: sitit hic, sitit ille: fluenti
Limite non æquo, quærit uterque viam.
In summo bibit amne Lupus, bibit Agnus in imo,
Hunc timor impugnat, verba monente Lupo:
Rupisti potumque mihi, riuique decorem.
Agnus utrumque negat, se ratione tuens:
Nec tibi, nec riuo nocui; nam prona supinum
Nescit iter, nec adhuc unda nitore caret.
Sic iterum tonat ore Lupus: Mihi damna minaris?
Non minor, Agnus ait. Cui Lupus: Imo facis.
Fecit idem tuus ante pater, sex mensibus actis:
Cum bene patrisses, crimine patris obi.
Agnus ad hæc: Tanto non vixi tempore, prædo.
Cui Lupus: An loqueris, furcifer? huncque vorat.
Sic nocet innocuo nocuus, causamque nocendi
Invenit. Hi regnant qualibet urbe lupi.16
Hér er fátt nákvæmlega eins þótt dæmisagan sé auðsæilega hin sama. 5.
lína er þó þýdd nánast orðrétt í íslensku endursögninni: Rupisti potumque
mihi, riuique decorem / „gaf vargrinn lambinu þá sök at þat spillti vatninu
fyrir honum;“ eins er raunalegum örlögum saklausa lambsins lýst með álíka
snaggaralegum hætti í þremur orðum: huncque vorat / „svalg hann lambit.“
En málsvörn lambsins og ósvífin svör vargsins, sem allt er ítarlega fram sett
í latneska kvæðinu, hefur þurft að víkja í endursögninni fyrir hneykslun
höfundar Adonias sögu á grimmilegu athæfi úlfsins. Og kannski einnig af
því að þrætan þeirra í milli festist ekki eins auðveldlega í minni og myndræn
15 Late Medieval Icelandic Romances III, útg. Agnete Loth, 72–73.
16 Mythologia Aesopica, útg. Isaacus Nicolaus Neveletus, 487–88.
TVÆ R DÆ MISÖ GUR ESÓ PS