Gripla - 2021, Blaðsíða 236
GRIPLA234
Óhætt er að segja að fræðimenn nálgist ekki lengur annálaritun sem sam-
þjöppun minnisverðra staðreynda í eina samhengislausa heild. Sam-
tímaviðburðir geta t.d. haft skýr áhrif á túlkun og framsetningu ann-
álaritara á liðnum atburðum.27 Krafa var ekki heldur gerð til sagnfræðinnar
að hún ætti að birtast í látlausum búningi til þess að þykja áreiðanleg.
Á miðöldum var tiltölulega algengt að semja rit um sagnfræðilegt efni í
bundnu máli, m.a. um veraldarsögu.28
Það að rita annál snerist um val á ákveðnu formi sem tengist ekki
hæfileika eða getu ritarans. Reglulegt annálahald tíðkaðist innan
evrópskra klausturstofnana á miðöldum og gæti falið í sér e.k. skjala-
gerð stofnunarinnar þar sem fjöldi aðila innan hennar kom að verkinu.29
Annálaritarar gátu einnig verið miklir og færir höfundar og skáld á borð
við Flodoardus frá Reims (d. 966) kunnu að beita knöppu frásagnarformi
á áhrifamikinn hátt til þess að byggja upp ákveðna mynd af heiminum.30
Eins og Flodoardus voru margir annálaritarar á miðöldum jafnframt
prestar eða prestlærðir og hefur Erika Sigurdson bent á að vinsældir
annálaformsins á Íslandi á 14. öld gæti einmitt stafað af ríkri þátttöku
menntaðra klerka í ritmenningu þess tíma.31 Þótt algengast sé að vísa til
annála sem heimilda um staka veraldlega atburði mætti einnig skilja þá sem
trúarlega bókmenntagrein þar sem allur jarðneskur tími og athæfi dauð-
legra manna rúmast innan stærri hvelfingar eilífðarinnar.
Á 16. öld lá annálagerð að mestu niðri á Íslandi. Skarðsárannáll markar
upphaf nýs tímabils fyrir annálaritun á Íslandi.32 Björn Jónsson á Skarðsá
hóf sennilega annálaritun á tímabilinu 1633–38 en leit svo á að hann væri
að skrifa í beinu framhaldi af miðaldaannálunum.33 Í formála Björns á
27 Sbr. Eldbjørg Haug, „The Icelandic Annals as Historical Sources,“ Scandinavian Journal
of History 22.4 (1997): 269–70; Elizabeth Ashman Rowe, „The Flateyjarbók Annals as a
Historical Source,“ Scandinavian Journal of History 27.4 (2002): 239.
28 Sven-Bertil Jansson, Medeltidens rimkrönikor: Studier i funktion, stoff, form, Studia Literarum
Upsaliensia 8 (Nyköping: Läromedelförlagen, 1971).
29 M.T. Clanchy, From Memory to Written Record: England 1066–1307 (Oxford: Blackwell,
1993), 100.
30 Sarah Foot, „Annals and Chronicles in Western Europe,“ The Oxford History of Historical
Writing: Volume 2: 400-1400, ritstj. Sarah Foot og Chase F. Robinson (Oxford: Oxford
University Press, 2012), 350–56.
31 Sigurdson, „The Church in Fourteenth-Century Iceland,“ 66.
32 ÍA I, 35.
33 ÍA I, 46–47.