Gripla - 2021, Blaðsíða 249
247
stendur „Keblavík (Kellduvík)“ fyrir Kelduvík í íslenskunni en aðeins
„Keblavich“ í latneskri þýðingu.71 Lesbrigðið gerir það að verkum að það
er tiltölulega auðvelt að þekkja texta sem nota elstu prentútgáfuna til
grundvallar.
Hrappseyjarprentsmiðjan markar tímamót í íslenskri útgáfusögu,
enda fyrsta „veraldlega“ prentsmiðjan á Íslandi sem var hvorki í eigu
biskups né biskupsstóls. Prentútgáfurnar fólu jafnframt í sér vatna-
skil í miðlun Skarðsárannáls og notkun hans sem fræðiheimildar um
sögu Íslands á lærdómsöld. Jón Espólín tók t.d. söguna um Bjarna í
Efranesi upp í árbækurnar sínar án þess að tilgreina sérstaklega ártal eða
heimild en hann hefur greinilega stuðst við texta annálsgreinarinnar úr
Hrappseyjarútgáfunni þar sem hann staðsetur meinta morðið í Keflavík:
Skriptir voru þá enn brúkadar þegar menn fèllu í stórmæli, bar þat
til stundum at þær vor skipadar med ímislegum hætti, svo sem þá
giördi Marteinn biskup Biarna nockrum fyrir austann; en þat bar
svo til um þann Biarne, at kona hans var málgífr mikil, oc hafdi
vond ord fyri börnum þeirra, svo þar af orsakadist at hinn eldri
sveinnin lagdi hinn yngra nidr, er hún var ei vid, oc skar af hönum
kynsliminn, svo hann dó, en konann bardi þann til bana er hún
kom at, og svo Biarni konuna, því hönum vard heldr til skapbrádt
er hann vissi tveggia sveinanna bana af henni stadid hafa; var þeim
Biarna bodid at gánga kringum Island, oc á hveria kyrkiu, oc ber-
fættr þá er hann þyldi, enn hann þótti ecki fær at fara útlægr af
landi fyrir ángrsemi, er þat mælt at Biarni hafi gèngid þrem sinnum
kríngum allt land, oc numid stadar í Skagafyrdi, oc qvænst þar oc
búid, enn verit jafnan sem syrgiandi; hann bió at Efranesi á Skaga,
oc hèt Arndys kona hans, enn Jón sonr þeirra, sá er ætlad var at
Gudmundr Ottarsson oc synir hans hefdi myrdann í Keblavík á sió;
ecki vard þat þó sannad, þó málit væri frammi haft.72
71 Björn Jónsson, Annalar Biørns a Skardsa SIVE ANNALES BIÖRNONIS DE SKARDSA.
EX MANUSCRIPTIS INTER SE COLLATIS CUM INTERPRETATIONE LATINA,
VARIANTIBUS LECTIONIBUS, NOTIS, ET INDICE (Hrappsey, 1774–75), 202–03;
Björn Jónsson, Annalar. Þess froma og velvitra Saaluga Biørns Jonssonar á Skardsaa Fordum
Løgrettumanns í Hegranes-Sýslu (Hrappsey, 1774), 101.
72 Jón Espólín, Íslands Árbækur í sögu-formi, 4. bindi (Kaupmannahöfn: Hið Islendska Bók-
menta félag, 1821–55), 103.
TIL ÞESS ERU ILL DÆ MI AÐ VARAST ÞAU