Gripla - 2021, Blaðsíða 300
GRIPLA298
í Odda (frá 1569) en síðar á Breiðabólstað í Fljótshlíð (frá 1576).19 Því má
telja sennilegt að fleiri hafi síðar fetað í fótspor Erasmusar og flutt erlendan
„discantsöng“ til Íslands. Eftirmenn hans í Skálholti höfðu margir hverjir
góðar raddir. Bróðir hans, Kristján Villatsson, var rektor á árunum 1567–71
eða þar um bil, og Gísli Guðbrandsson, sem gegndi starfi skólameistara 1583–
85, var bæði söngmaður og málari og hafði stundað nám erlendis.20 Ekki er þó
hægt að fullyrða neitt um hver flutti nótur að Gott ist mein liecht til Íslands, né
heldur hver orti íslenska textann eða hvenær það var gert.
H E I M I L D I R
H A N D R I T
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Reykjavík
JS 138 8vo
Den Arnamagnæanske Samling, Institut for Nordiske Studier
og Sprogvidenskab, Københavns Universitet, Kaupmannahöfn
Rask 98 (Melodia)
F R U M H E I M I L D I R
Böker-Heil, Norbert, Harald Heckmann og Ilse Kindermann, ritstj. Das Tenorlied.
Mehrstimmigen Lieder in deutschen Quellen 1450–1580, 1–3. Kassel: Bärenreiter,
1979–86.
Clemens non Papa, Jacobus. Chansons, útg. Karel Philippus Bernet Kempers.
Opera Omnia 11, Corpus mensurabilis musicae 4. Róm: American Institute
of Musicology, 1964.
Een duytsch Musyck Boeck, daer inne begrepen syn vele schoone Liedekens met IIII.
Met V. ede VI. partijen. Leuven: Pierre Phalèse; Antwerpen: Jean Bellère, 1572
(RISM 157211).
Schöner ausserlessner deutscher Psalm, und anderer künstlicher Moteten und geistlichen
Lieder XX. Nürnberg: Ulrich Neuber, 1568 (RISM 156811).
Septiesme livre des chansons a qvatre parties, de noveav revev, corrige, et de plvsieurs
autres nouuelles Chansons, (lesquelles iamais n’ont esté imprimées,) augmenté.
Leuven: Pierre Phalèse, 1567.
19 Árni Heimir Ingólfsson, Tónlist liðinna alda, 106.
20 Jón Halldórsson, Skólameistarasögur, 69; sjá einnig Lbs 175 4to, 281v: „Vellærdur, mälare
godur og mikell sóngmadur“; Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal, útg. Guðrún
Ása Grímsdóttir, 2. bindi (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
2008) 1:65: „söng vel og málverksmaður“. Gísli var væntanlega vel kunnugur þýskættaða
söngmanninum sem var forveri hans í embætti því að hálfsystir móður hans var Helga
Gísladóttir, eiginkona Erasmusar Villatssonar.