Gripla - 2021, Blaðsíða 233
231
Skáldið og presturinn Guðmundur Erlendsson í Felli í Sléttuhlíð (um 1595–
1670) sem var samtímamaður Björns á Skarðsá orti nýárssálm árið 1634 sem
notar þessa hugleiðingu um tímann og dauðann sem upphafspunkt:
HUad mun vor auma Æfe hier,
annad enn hlaup til Grafar?
Eitt Dægur : ødru afhender, oss,
so ei neytum tafar,
Eins Arid hvørt,
oss yter burt,
eykur senn Lijf og skierder,
vort nya ꜳr,
gief Christe klꜳr,
Kiørprijdt med Blessan verde.14
Í sálmi Guðmundar kemur fram annað einkenni margra verka frá ár ný-
öld sem er trú manna að hægt væri að túlka óhagstæð tíðindi, ógnvekjandi
náttúrufyrirbæri og annan óhugnað sem viðvaranir Guðs um yfirvofandi
og verri hegningu nærsamfélagsins eða jafnvel um dómsdag alls heimsins.
Áminningar um hverfulleika veraldarinnar og þörf mannkyns fyrir sálu-
hjálp eru tíðar í kveðskap 17. aldar.15 Fyrirboðar í kveðskap Guðmundar eru
hins vegar áþreifanlegir frekar en almenns eðlis og auðveldlega má staðsetja
þá í tíma og rúmi alveg eins og í annálum.16 Í nýárssálmi Guðmundar er því
t.d. lýst hvernig ógnvænlegt teikn hafði sést á tungli á liðnu ári (þ.e. 1633)
en að menn hafi ekki snúist til iðranar með þeim afleiðingum að á skall
harkalegt vetrarveður í kjölfarið.
Fullyrðing Guðmundar í sálminum endurspeglar vel hvernig trú alþýðu-
manna á fyrirboðum og spádómum hélt velli eftir siðaskiptin eins og
um fangsmiklar rannsóknir Jürgens Beyers hafa leitt glögglega í ljós.17 Beyer
14 Guðmundur Erlendsson, Historia. Pijnunnar og Daudans Drottins vors Jesu Christi. Epter
Textans einfallre Hliodan / i siø Psalmum yferfaren (Hólar, 1666), [233]. Ártalið 1634 kemur
úr eiginhandarriti skáldsins í Lbs 1529 4to, 60r–v.
15 Margrét Eggertsdóttir, Barokkmeistarinn: List og lærdómur í verkum Hallgríms Péturssonar
(Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 2005).
16 Katelin Marit Parsons, „Songs for the End of the World: The Poetry of Guðmundur
Erlendsson of Fell in Sléttuhlíð“ (Doktorsritgerð, Háskóli Íslands, 2020).
17 Jürgen Beyer, Lay Prophets in Lutheran Europe (c. 1550–1700), Brill’s Series in Church
History and Religious Culture 74 (Leiden: Brill, 2017). Beyer forðast að flokka slíkt sem
alþýðutrú í ljósi þess að lútherskir prestar áttu oft virkan þátt í dreifingu efnis af þessu tagi.
TIL ÞESS ERU ILL DÆ MI AÐ VARAST ÞAU